Vill strangara eftirlit með úkraínsku kjöti vegna sýklalyfjaónæmra baktería Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2023 11:25 Talsvert meiri sýklalyf eru notuð í úkraínskum landbúnaði en annars staðar í álfunni. Getty Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. Alþingi samþykkti bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir nefndina ekki hafa rætt endurnýjun ákvæðisins en það muni líklega koma til kasta nefndarinnar á fundi hennar á fimmtudag. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti og hafa bændur meðal annars gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi, segir lýðheilsu landsmanna ekki mega gleymast í þessari umræðu. „Það sem blasir við mér og frá upphafi fyrir fjórum árum, þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi, var þessi áhætta að við færum að fá þessar fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti. Það eru svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Arason heimilislæknir er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi.Vísir Slíkar bakteríur séu mikið vandamál víða erlendis en Íslendingar hafi hingað til, með lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði, ekki glímt við það. Þá séu þær sérstakt vandamál í Úkraínu, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. „Smám saman eru þessar bakteríur að blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Þegar þær valda sýkingum er það stórmál er það stórmál því venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.“ Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum. „Þetta eru flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Síðan einn góðan veðurdag þegar við fáum sár eða sýkjumst, eins og þvagfærasýking, getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg. Þetta er áhættan. Til dæmis í Úkraínu, þar sem þetta hlutfall hefur verið hvað hæst, eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu,“ segir Vilhjálmur. Engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fylgjast með sýklalyfjaónæmi þessara baktería. „Það þarf að vera strangt eftirlit með þessum bakteríum sem er verið að flytja inn til landsins. Í besta falli er þetta hlutfall lágt en ég held að við verðum að vita hvaða áhættu við erum að taka. Burt séð frá því að við viljum frjálsan innflutning fyrir flestar vörur en við viljum ekki fórna lýðheilsu.“ Skattar og tollar Alþingi Heilbrigðismál Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31 Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Alþingi samþykkti bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags- og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir nefndina ekki hafa rætt endurnýjun ákvæðisins en það muni líklega koma til kasta nefndarinnar á fundi hennar á fimmtudag. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti og hafa bændur meðal annars gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi, segir lýðheilsu landsmanna ekki mega gleymast í þessari umræðu. „Það sem blasir við mér og frá upphafi fyrir fjórum árum, þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi, var þessi áhætta að við færum að fá þessar fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti. Það eru svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Arason heimilislæknir er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur og dreifingu á Íslandi.Vísir Slíkar bakteríur séu mikið vandamál víða erlendis en Íslendingar hafi hingað til, með lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði, ekki glímt við það. Þá séu þær sérstakt vandamál í Úkraínu, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. „Smám saman eru þessar bakteríur að blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Þegar þær valda sýkingum er það stórmál er það stórmál því venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir.“ Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum. „Þetta eru flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Síðan einn góðan veðurdag þegar við fáum sár eða sýkjumst, eins og þvagfærasýking, getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg. Þetta er áhættan. Til dæmis í Úkraínu, þar sem þetta hlutfall hefur verið hvað hæst, eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu,“ segir Vilhjálmur. Engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að fylgjast með sýklalyfjaónæmi þessara baktería. „Það þarf að vera strangt eftirlit með þessum bakteríum sem er verið að flytja inn til landsins. Í besta falli er þetta hlutfall lágt en ég held að við verðum að vita hvaða áhættu við erum að taka. Burt séð frá því að við viljum frjálsan innflutning fyrir flestar vörur en við viljum ekki fórna lýðheilsu.“
Skattar og tollar Alþingi Heilbrigðismál Úkraína Landbúnaður Tengdar fréttir Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31 Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. 25. maí 2023 16:31
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Þrýsta á ráðherra að endurnýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra. 25. maí 2023 14:17