Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 12:59 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilunni í gær. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22