Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München. Mark Wieland/Getty Images „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira