Fjölgar í hópi leikmanna Man. United sem missa af bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Anthony Martial með syni sínum eftir lokaleik Manchester United í deildinni sem var á móti Fulham á Old Trafford . Getty/Ash Donelon Manchester United spilar um næstu helgi stærsta leik sinn á tímabilinu og kannski einn af þeim stærri í sögu félagsins. United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti