Ég er bókaþjófur Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar