Ásakandi Bidens leitar skjóls í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 11:33 Tara Reade segir rússneskum miðli að hún upplifi sig ekki örugga í Bandaríkjunum undir stjórn Joes Biden sem hún sakaði um kynferðisofbeldi fyrir þremur árum. Sputnik/Tara Reade Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu. Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð. Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14