Hvar er þríeykið? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. maí 2023 11:31 Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun