Christie sagður ætla að lýsa yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 12:05 Chris Christie var náinn samverkamaður Trump í forsetakosningunum 2016 en fékk þó ekkert embætti í stjórn hans. AP/Charles Krupa Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og ráðgjafi Donalds Trump, er sagður ætla að lýsa yfir forsetaframboði í næstu viku. Stuðningsmenn Christie hafa hleypti nýrri pólitískri aðgerðanefnd af stokkunum til þess að styðja framboðið. Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Þó að Christie hafi ekki riðið feitum hesti frá forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2016 þykir framboð hans nú sæta tíðindum. Hann var ráðgjafi framboðs Trump og þótti lengi náinn fyrrverandi forsetanum. Undanfarið hefur þó myndast vík á milli vina og Christie hefur kallað Trump „gungu“ og strengjabúðu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Christie hefur starfað sem stjórnmálaskýrandi hjá ABC-sjónvarpsstöðinni upp á síðkastið. Christie ætlar að lýsa yfir framboði sínu á viðburði í New Hampshire á þriðjudag, að sögn vefmiðilsins Axios. New Hampshire er eitt af fyrstu ríkjunum þar sem forval verður haldið á næsta ári. New York Times greindi frá því í gær að stuðningsmenn Christie hefðu stofnað svonefnda pólitíska aðgerðanefnd honum til stuðnings. Slíkar nefndir mega safna ótakmörkuðum fjárframlögum en mega að nafinu til ekki eiga samráð við frambjóðanda. Lítil eftirspurn eftir frambjóðendum eins og Christie Fyrir fram eru möguleikar Christie í forvalinu taldir takmarkaðir. Hann þarf meðal annars að etja kappi við Trump sjálfan sem hefur tangarhald á stórum hluta kjósenda repúblikana og Ron DeSantis sem þótti á tímabili standa vel að vígi. Lítil eftirspurn virðist innan flokksins eftir „hefðbundnari“ stjórnmálamanni eins og Christie sem stilla sér upp sem valkosti við Trump. Áður en Christie tók þátt í forsetaframboði Trump var hann þekktur sem ríkisstjóri New Jersey. Hann naut nokkuð almennra vinsælda sem slíkur eftir að fellibylurinn Sandy reið yfir ríkið árið 2012. Verulega fjaraði undan stuðningi við Christie eftir að upplýst var að aðstoðarmenn hans og skipaðir fulltrúar ollu vísvitandi umferðarteppum til að koma höggi á pólitískan andstæðing ríkisstjórans. Í kjölfar hneykslismálanna mældist Christie með minnsta stuðning nokkurs ríkisstjóra New Jersey.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30 Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
DeSantis staðfestir forsetaframboð sitt Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur lýst formlega yfir framboði sínu til forseta Bandaríkjanna. DeSantis hefur sagst vera sá eini í forvali Repúblikana sem eigi möguleika á að skáka Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í komandi kosningum. 24. maí 2023 23:30
Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. 22. maí 2023 13:59
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila