Mikill munur á hækkun fasteignamats milli hverfa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 17:01 Hækkunin í fjölbýli er minnst 6,6 prósent en mest 24,8 prósent. Vísir/Vilhelm Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs. Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent. Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hækkun fasteignamats er mjög misjöfn eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort um sé að ræða fjölbýli eða sérbýli. Hægt er að sjá hækkunina og fermetraverðið í einstaka hverfum á kortasjá Fasteignaskrár. Í Staðahverfinu hækkar fasteignamat fjölbýliseigna um 22,7 prósent á milli ára. Aðeins tvö önnur hverfi Reykjavíkur eru með yfir 20 prósenta hækkun. Það eru Skerjafjörðurinn og Verkamannabústaðahverfið í Vesturbænum. Einnig eru nokkuð miklar hækkanir í norðurhluta Vesturbæjar, suðurhluta Þingholta, kringum Hagatorg, í Ártúnsholti og á Kjalarnesi. Allt nærri 20 prósentum. Lang minnsta hækkunin er á Valsreitnum, aðeins 6,6 prósent. Aðeins í þremur öðrum hverfum er hækkunin undir tíu prósentum. Það er Miðbænum frá Tjörn að Snorrabraut, Holtahverfi og Vogabyggð. Suður Hlíðarnar dýrastar Áberandi hæsta fermetraverð fjölbýlis er í Suður Hlíðunum, það er 912 þúsund krónur. Verðið á Valsreitnum er næst hæst, 876 þúsund, en þar á eftir kemur Miðbærinn frá Tjörn að Snorrabraut. Kjalarnesið er lang ódýrasta hverfið í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Kjalarnesið hefur lang lægsta fermetraverðið í Reykjavík, 410 þúsund. Tvö hverfi í þéttbýli eru undir 600 þúsundum, það eru Fella og Bakkahverfin í Breiðholti. Rándýrt einbýli í Vogabyggð Vogabyggð hefur hæsta fermetraverðið í sérbýli, 1.156 þúsund krónur. Ekkert annað hverfi kemst nálægt þessari tölu. En í öðru sæti eru Ægissíða og Hagahverfi í Vesturbænum með 784 þúsund króna fermetraverð. Mesta hækkun á Eiðistorgi Hækkanirnar í Kópavogi eru nokkuð jafnar eftir hverfum, á bilinu 8,6 til 12,2 prósent fyrir fjölbýliseignir. Hæsta fermetraverð Kópavogs er í Vesturbænum, 751 þúsund krónur, en það lægsta í Kórahverfinu, 665 þúsund. Fjölbýli á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi hefur hækkað mest á öllu höfuðborgarsvæðinu, um 24,8 prósent. Hæsta fermetraverðið er hins vegar í hverfinu Tjarnir og Grandi, 770 þúsund krónur. Sjáland og Vellir dýrir Í Garðabæ hefur fasteignamat fjölbýlisíbúða í Urriðaholti hækkað mest á milli ára, um 16,9 prósent. Fermetraverð er nokkuð jafnt eftir hverfum í Garðabæ en það hæsta er í Sjálandshverfinu, 768 þúsund krónur. Fermetraverðið á Álftanesi er 665 þúsund. Sérbýli er áberandi dýrast í Vogabyggð. Þar er fermetraverðið meira en hundrað þúsund krónur.Egill Aðalsteinsson 23,8 prósent hækkun er á fjölbýliseignum í sunnan byggðar í Hafnarfirði. Flest húsnæði þar er þó atvinnuhúsnæði og meðalfermetraverð fjölbýlis aðeins 50 þúsund krónur samkvæmt HMS. Dýrasta fermetraverðið í Hafnarfirði, 691 þúsund krónur, er á Völlunum. Í Mosfellsbæ er hæsta fermetraverð fjölbýlis í Miðbænum, 717 þúsund krónur. Hækkunin er nokkuð jöfn eftir hverfum, á bilinu 10 til 15,5 prósent.
Efnahagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mosfellsbær Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Mun minni hækkun fasteignamats en í fyrra Fasteignamat á Íslandi hækkar að jafnaði um 11,7 prósent milli ára, þar af hækkar mat íbúðarhúsnæðis um 13,7 prósent. Í Vesturbyggð hækkar fasteignamatið um meira en fjórðung. 31. maí 2023 11:34