Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2023 21:03 Reiknað er með mjög mikilli þátttöku á Prjónagleðinni 2023 á Blönduósi 9. til 13. júní. Aðsend Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni. Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira