Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2023 21:03 Reiknað er með mjög mikilli þátttöku á Prjónagleðinni 2023 á Blönduósi 9. til 13. júní. Aðsend Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni. Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin er á Blönduósi aðra helgina í júní árlega. Markmið Prjónagleðinnar hefur frá upphafi verið að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum, gömlum hefðum og síðast en ekki síst Prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika. „Hér sameinast prjónarar Íslands á svona árshátíð og hér er hægt að fara á námskeið, það er hægt að versla fullt af garni og fylgihlutum og það er hægt að vera með öðru prjónafólki. Það er hægt að sitja allan daginn á kaffihús og prjóna. Það eru kvöldvökur og þetta snýst bara allt um prjón þessi helgi,” segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar. Áttu ekki von á mikið af gestum og góðri stemming? „Jú, ég á von á mikið af gestum og bara feikilega góðum anda og mikilli gleði.” Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar á Blönduósi aðra helgina í júní.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstakur heiðursgestur frá Danmörku mætir á hátíðina. „Já, hápunktur hátíðarinnar erþað að við erum að fá stjörnu í heimsókn sem verður með okkur alla hátíðina en það er hún Leneholi Samsö, sem er danskur prjónahönnuður og mjög flink prjónakona. Ég hugsa að flestir íslenskir prjónarar hafa prjónað eitthvað eftir hana,” segir Svanhildur. Lene Holme Samsøe er gríðarstórt nafn í prjónaheiminum og þekkt fyrir sína sígildu og fáguðu hönnun þar sem einfaldleiki og áhugaverð smáatriði gera hverja flík einstaka. Hún verður heiðursgestur Prjónagleðinnar í ár og verður með fyrirlestur föstudaginn 9. júní klukkan 20:00.Aðsend Pétur Arason, sveitarstjóri ætlar ekki að missa af prjónahátíðinni enda búin að fá gjafabréf til þátttöku á námskeiðinu “Karlar prjóna”. „Já, nú er búið að kaupa fyrir mig námskeið í prjóni en nú þarf ég líka að taka þátt. Ég hlakka bara til þess,” segir Pétur. Og hvað ætlar þú að prjóna? „Það er spurningin, ætli ég byrji bara ekki á bókamerki, einhverju mjög einföldu, ég veit það ekki, ég ætla að láta kennarann kannski ráða því.” Um Prjónagleðina
Húnabyggð Prjónaskapur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira