Fyrsti áttæringurinn frá bátasmiðum í heila öld Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2023 21:45 Hafliði Már Aðalsteinsson bátasmiður tjargar áttæringinn í dag. Sigurjón Ólason Bátasmiðir voru í dag að leggja lokahönd á fyrsta áttæringinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi í meira en öld. Máttarviðir bátsins eru afrakstur íslenskrar skógræktar. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá smíði bátsins í skemmu Faxaflóahafna í Sundahöfn. Þar var Hafliði Már Aðalsteinsson að tjarga, þó ekki með biksvartri tjöru heldur blandaðri með línóleum. „Ef þetta er eintóm tjara þá verður hún lin í sólinni og þá fer fólk að skemma fötin sín á þessu. Af því að þetta verður sýningargripur fyrir fólk í góðum fötum en ekki fyrir sjómenn í skinnfötum, eins og var í gamla daga,“ útskýrir bátasmiðurinn. Báturinn er ellefu metra langur og nær teinæringi í stærð en áttæringi. Svona bátar voru helstu atvinnutæki landsmanna á nítjándu öld fyrir tíma vélbáta.Sigurjón Ólason Við sögðum frá bátasmíðinni í fréttum í janúar þegar hún var nýhafin. Verkbeiðendur eru áhugamenn í Grindavík um forna sjávarhætti og er áformað að Grindvíkingarnir sæki bátinn á morgun. Hafliði heldur að svona skip hafi síðast verið smíðað á Íslandi árið 1910. Þó að báturinn teljist áttæringur er hann á stærð við teinæring, ellefu metra langur. „Þeir voru ekkert mikið stærri meðan menn voru að nota þetta í alvörunni. Þetta er náttúrlega nítjándu aldar bátur í rauninni. Svona voru þeir áður en vélarnar komu til.“ Einar Jóhann Lárusson er yngsti iðnlærði bátasmiður landsins. Sigurjón Ólason Yngsti tréskipasmiður landsins, Einar Jóhann Lárusson, var að leggja lokahönd á siglutrén. Þau verða tvö á bátnum, afturmastur og frammastur, smíðuð úr íslenskum við. „Íslenskt lerki úr Þjórsárdal. Það er mjög gaman að geta byrjað að nota íslenskan við í þetta,“ segir Einar. „Máttarviðirnir, bönd, kjölur og stefni, eru greni innan úr Þjórsárdal og svolítið af því reyndar úr Heiðmörkinni líka. En furan er finnsk og naglarnir norskir. Þannig að þetta er svona norrænt, samnorrænt,“ segir Hafliði. Báturinn verður frumsýndur á sjómannadeginum á sunnudag í Grindavík á Sjóaranum síkáta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipaflutningar Sjávarútvegur Grindavík Sjómannadagurinn Fornminjar Skógrækt og landgræðsla Menning Tengdar fréttir Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. 19. janúar 2023 11:05 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá smíði bátsins í skemmu Faxaflóahafna í Sundahöfn. Þar var Hafliði Már Aðalsteinsson að tjarga, þó ekki með biksvartri tjöru heldur blandaðri með línóleum. „Ef þetta er eintóm tjara þá verður hún lin í sólinni og þá fer fólk að skemma fötin sín á þessu. Af því að þetta verður sýningargripur fyrir fólk í góðum fötum en ekki fyrir sjómenn í skinnfötum, eins og var í gamla daga,“ útskýrir bátasmiðurinn. Báturinn er ellefu metra langur og nær teinæringi í stærð en áttæringi. Svona bátar voru helstu atvinnutæki landsmanna á nítjándu öld fyrir tíma vélbáta.Sigurjón Ólason Við sögðum frá bátasmíðinni í fréttum í janúar þegar hún var nýhafin. Verkbeiðendur eru áhugamenn í Grindavík um forna sjávarhætti og er áformað að Grindvíkingarnir sæki bátinn á morgun. Hafliði heldur að svona skip hafi síðast verið smíðað á Íslandi árið 1910. Þó að báturinn teljist áttæringur er hann á stærð við teinæring, ellefu metra langur. „Þeir voru ekkert mikið stærri meðan menn voru að nota þetta í alvörunni. Þetta er náttúrlega nítjándu aldar bátur í rauninni. Svona voru þeir áður en vélarnar komu til.“ Einar Jóhann Lárusson er yngsti iðnlærði bátasmiður landsins. Sigurjón Ólason Yngsti tréskipasmiður landsins, Einar Jóhann Lárusson, var að leggja lokahönd á siglutrén. Þau verða tvö á bátnum, afturmastur og frammastur, smíðuð úr íslenskum við. „Íslenskt lerki úr Þjórsárdal. Það er mjög gaman að geta byrjað að nota íslenskan við í þetta,“ segir Einar. „Máttarviðirnir, bönd, kjölur og stefni, eru greni innan úr Þjórsárdal og svolítið af því reyndar úr Heiðmörkinni líka. En furan er finnsk og naglarnir norskir. Þannig að þetta er svona norrænt, samnorrænt,“ segir Hafliði. Báturinn verður frumsýndur á sjómannadeginum á sunnudag í Grindavík á Sjóaranum síkáta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skipaflutningar Sjávarútvegur Grindavík Sjómannadagurinn Fornminjar Skógrækt og landgræðsla Menning Tengdar fréttir Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. 19. janúar 2023 11:05 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Smíða áttæring forfeðranna úr sunnlenskum skógarvið Meira en öld eftir að Íslendingar hættu almennt að róa til fiskjar á áttæringum eru menn aftur teknir til við að smíða slíkt skip, og það úr íslenskum skógarvið. Tilgangurinn er að halda upp á menningararfinn. 19. janúar 2023 11:05
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21