Áfram í Sádi Arabíu og segir deildina efni í eina þá bestu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 23:31 Ronaldo er ánægður hjá Al-Nassr. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur gefið út að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr á næsta tímabili og segir að deildin í Sádi Arabíu gæti orðið ein af fimm bestu deildum í heimi. Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira