Úbbs! Já, hvar er hún aftur? Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2023 12:31 Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun