Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. júní 2023 07:02 Hjálmar Bogi Hafliðason segir sveitarstjórn ósátta við einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir um öryggisatriði að ræða. Vísir/Vilhelm, Egill Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann. Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Þriðjudaginn 24. maí tilkynnti Vegagerðin að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn yrði lokuð þungum bílum, svo sem vörubílum og fólksflutningabílum. Brúin tengir saman Húsavík og Akureyri. Ástæðan er sú að brúin, sem reist var árið 1935, er í slæmu ástandi og steypuskemmdir hafi aukist hraðar en vænta mátti. Aðeins fólksbílar mega keyra yfir brúnna og þá aðeins á 30 kílómetra hraða á klukkustund. Þyngri bílum verður beint á Hringveg númer 1 um Fljótsheiði og Aðaldalsveg, sem er um 5,5 kílómetrum lengri. Einhliða ákvörðun Vegagerðar „Þetta mannvirki tengir saman byggðir, greiðir flutninga og stuðlar að betri dreifingu ferðafólks,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. „Við lokun brúarinnar þurfa ökutæki sem mega ekki fara yfir hana að fara um fjallveg.“ Byggðarráð Norðurþings bókaði um málið á fimmtudag og lýsti þar yfir áhyggjum. „Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur ríkisstjórnina til þess að hraða áformum sínum um nauðsynlegar endurbætur á umræddum vegarkafla,“ segir í bókuninni. Séu takmarkanirnar bagalegar og kostnaðarsamar fyrir bæði ferðaþjónustuna og íbúa á svæðinu. Þá hafi þetta mikið óhagræði í flutningum í för með sér, meðal annars vegna þess að öll steypumöl fyrir Húsavík er sótt í farveg fljótsins, handan brúarinnar. Ekki hægt að plástra meira „Brúin er ákaflega illa farin og yngist ekki og það er okkar mat að bregðast þurfi við hið fyrsta,“ segir Hjálmar Bogi en samkvæmt samgönguáætlun á ný brú ekki að rísa fyrr en árið 2028. Steypuskemmdir hafa aukist á brúnni og vegriðið er talið ótryggt.Vegagerðin Segir hann að sveitarstjórn eigi bókaðan reglulegan fund með Vegagerðinni á næstu dögum. Þar verði þetta mál tekið fyrir. „Sömuleiðis munum ræða þetta við stjórnvöld sem bera ábyrgð á mannvirkinu og þá nýrri brú,“ segir Hjálmar Bogi. Burðarþol brúarinnar var styrkt með aðgerðum árin 2015 og 2016. Töluverðar steypuskemmdir hafa orðið á henni undanfarið og vegriðið er talið ótryggt. Hjálmar Bogi telur ólíklegt að hægt sé að plástra meira í brúnna. „Við væntum þess að framkvæmdum við nýja brú verði hraðað enda gríðarlega mikil umferð yfir hana,“ segir hann. Hinn möguleikinn að loka G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir takmarkanirnar öryggisatriði og lítið annað hafi verið hægt að gera. „Hinn möguleikinn var að loka alveg fyrir umferð,“ segir G. Pétur. Segir hann að það sé ekki langur krókur fyrir þyngri bíla að fara eftir breytinguna. „Þyngsta umferðin hefur verið bönnuð í mjög langan tíma og mér skilst að rútur hafi yfirleitt farið hina leiðina hvort sem er,“ segir hann. Aðspurður um hvort að hraða beri framkvæmdum segir G. Pétur að þeim hafi nú þegar verið hraðað í samgönguáætlun. Þá borgi sig ekki að lagfæra hana frekar. „Við getum ekki bætt úr steypuskemmdunum og vegriðinu með tíma og kostnaði sem skilar sér illa þegar við erum að fara að byggja nýja brú hvort sem er,“ segir hann.
Norðurþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira