Laganna vörður innan vallar sem utan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Soffía Ummarin Kristinsdóttir dæmir í Bestu deild kvenna. vísir/bjarni Soffía Ummarin Kristinsdóttir er ein fárra kvenna sem dæma fótboltaleiki á efsta getustigi hér á landi. Hún nýtur sín vel í dómarahlutverkinu og stefnir hátt. Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ekki er langt síðan Soffía hellti sér út í dómgæsluna. „Ég byrjaði að dæma fyrir Breiðablik í yngri flokkunum og þar fékk ég áhugann á þessu. Svo hafði ég samband við KSÍ, fór á byrjendanámskeið og fékk héraðsdómararéttindi. Ég byrjaði að dæma í neðri deildunum og fannst það rosa skemmtilegt, að vera hluti af leiknum,“ sagði Soffía í samtali við Vísi. „Ég hélt áfram að vera dugleg að taka leiki og reyndi að standa mig eins vel og ég gat og hér er ég.“ Soffía dæmdi sína fyrstu leiki í Bestu deild kvenna í fyrra og hefur haldið því áfram í sumar. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá að dæma hjá þessum stelpum. Þær eru ótrúlega góðar í fótbolta og það er gaman að fá að fylgjast með þeim og reyna að stjórna leiknum aðeins.“ Soffíu langar að ná eins langt og mögulegt er í dómgæslunni. „Það væri ótrúlega gaman að komast á alþjóðastig, fá að dæma úti og landsleiki en maður verður bara að sjá hversu langt maður kemst,“ sagði Soffía. Klippa: Nýtur sín í dómarahlutverkinu Soffía er fyrrverandi leikmaður en hún lék meðal annars með Þrótti í efstu deild. Hún er nú komin aftur á fullt í boltann. „Þetta er mjög skemmtilegt að vera hluti af leiknum áfram. Þú stjórnar æfingatímanum betur sjálfur núna og þarft ekki að mæta á æfingar 6-7 sinnum í viku. Þú ert hluti af leiknum og færð að fljóta með í þessu. Þetta er líka góð hreyfing,“ sagði Soffía. En hvernig telur Soffía farsælast að fjölga konum í dómarastéttinni? „Að reyna að styðja hvor aðra í þessu, fá stuðning frá félögum og KSÍ. Það er ótrúlega gaman að vera í þessu og þetta er góður hópur. Það er mikilvægt að félögin styðji leikmenn sem hafa áhuga á þessu. Þetta getur oft orðið krefjandi og þá þarf maður oft að hafa einhvern stuðning og geta talað við einhvern og þá er gott að hafa stuðningsnet,“ sagði Soffía. Soffía er ekki bara laganna vörður inni á vellinum heldur einnig utan hans en hún starfar sem lögreglukona. „Ég held þetta fari nokkuð vel saman. Það eru oft einhver læti inni á vellinum og öskur og það er oft svipað í hversdagsvinnunni. Fólk er oft almennt ósátt við mann,“ sagði Soffía. Viðtalið við Soffíu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira