Innlent

Bein út­sending: Gervi­greind, sið­ferði og sam­fé­lag - Mál­þing

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Málþingið hefst í dag klukkan 13 og stendur öllum opið.
Málþingið hefst í dag klukkan 13 og stendur öllum opið. Vísir/Vilhelm

Háskóli Íslands, landsnefnd UNESCO og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands standa í dag fyrir málþinginu Gervigreind, siðferði og samfélag í Veröld - Húsi Vigdísar. 

Markmið málþingsins er að kryfja mál tengd gervigreind frá nýjum hliðum og rýna í þróun gervigreindar í tengslum við vinnumarkað, háskóla og atvinnulíf. Hugmyndum verður velt upp um hvernig þessi svið geti brugðist við þeirri þróun sem gervigreindin hefur hrint af stað. 

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra setur þingið og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra lokar því. Prófessorar og lektorar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík fara með erindi. Dagskrána í heild sinni má finna á vefsíðu Háskóla Íslands. 

Málþingið stendur frá klukkan 13 og 16:30 og er hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×