Verslunin er rúmlega 1.800 fermetrar. Í tilkynningu segir að verslunin sé byggð á grænum grunni eins og allar nýjar og endurbættar Bónus verslanir. Þá sé notast við íslenska CO2 kælimiðla fyrir kælitæki og einnig séu led lýsingar í allri búðinni sem spari orku.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir gott aðgengi að versluninni og fjölda bílastæða. „Vöruúrval verslunarinnar er hnitmiðað að okkar mati og á sama lága verðinu og er í Bónus um allt land.“