Nám fyrir öll! Drífa Lýðsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir skrifa 4. júní 2023 13:00 Um þessar mundir eru þrjú ár síðan ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt og endurskoðun á lögunum og mat á breytingum ætti að standa yfir eins og kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði þeirra. Sýnt er að markmið með breytingum hafa ekki náðst, enn er verið að ræða sömu vandamál og uppi voru í aðdraganda þeirra, því miður. Menntasjóður námsmanna er heitið á gamla Lánasjóði íslenskra námsmanna sem tók breytingum árið 2020 með nýjum lögum (nr. 60/2020). Hlutverk nýja sjóðsins er hið sama, að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags eða stöðu að öðru leyti. Það er gert með því að veita stúdentum fjárhagslega aðstoð í formi lána og styrkja, en þær helstu breytingar sem lögin mörkuðu voru að nú geta stúdentar fengið styrki vegna framfærslu barna í stað lána og 30% niðurfellingu á námslánaskuld sinni ljúki þeir námi á tilskildum tíma. Helsta vandamál stúdenta eru þó úthlutunarreglur sjóðsins. Þar er þröngur stakkur sniðinn með framfærsluupphæð upp á rúmlega 230 þúsund krónur sem hvert okkar sér að er allt of lág. Einnig er frítekjumark atvinnutekna of lágt og námslok eru ekki nægilega sveigjanleg. Það er óboðlegt að stór hópur háskólanema búi við skort á fæðuöryggi, glími við fjárhagsáhyggjur og þurfi að vinna eins mikið með námi og raun ber vitni. Nýjar upplýsingar um neyslu næringarlítillar og einsleitrar fæðu hjá stúdentum, miklar fjárhagsáhyggjur samfara hækkandi leiguverði og framfærslukostnaði ásamt miklu vinnuálagi stúdenta er talið geta skilað sér í verri heilsu, þreytu og kvíða háskólanema og jafnvel lakari námsárangri. Rúmlega 70% háskólanema segjast þurfa að vinna með námi til að framfleyta sér þó þau vildu gjarnan sleppa því og sinna náminu betur. Þá tekur rúmlega þriðjungur háskólanema frí frá námi vegna fjárhagserfiðleika enda svipað hlutfall þeirra kominn með fjölskyldu og skuldbindingar þar að lútandi. Í núverandi hávaxtaumhverfi og miklum verðhækkunum á nauðsynjavörum og allri framfærslu er því gríðarlega mikilvægt að huga að leiðum til úrbóta og gera háskólanemum á Íslandi kleift að einbeita sér að námi sínu og gera það vel. Helsta verkfæri ríkisins til stuðnings við nám og til jöfnuðar í námi á að vera Menntasjóður námsmanna en hann virðist ekki standa undir því nafni. Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á menntamál og málefni stúdenta. Í menntastefnu hreyfingarinnar segir að meta þurfi árangur af nýjum Menntasjóði þar sem hluti námslána er nú orðinn styrkur til stúdenta. Hefur þessi breyting dugað til eða þarf að stíga næstu skref í að auka hlutfall styrkja í námi til að laða fólk til háskólanáms og/eða að þau sem hefji nám ljúki því frekar? Þá er ítrekað mikilvægi þess að hækka frítekjumark til þess að tryggja rétt efnaminni nemenda til námslána óháð starfshlutfalli síðasta árs. Í velferðarstefnu hreyfingarinnar er kveðið á um að afar mikilvægt sé í því samhengi að tryggja mannsæmandi grunnframfærslu fyrir stúdenta svo jafnrétti til náms verði tryggt því námslánakerfið eigi að auka jöfnuð og tryggja jöfn tækifæri fyrir öll til menntunar, heilsu og þátttöku í samfélaginu og vinna gegn stéttaskiptingu af öllu tagi. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu bæði vegna tækniframfara en ekki síður viðbragða við loftslagsbreytingum. Því þarf að auðvelda fólki að auka við færni sína og þekkingu, jafnvel skipta um starfsvettvang og um leið hlúa að atvinnuuppbyggingu og ýta undir tækifæri til nýsköpunar fyrir fólk um land allt. Þess vegna þarf að tryggja að öll hafi aðgang að réttlátu lánakerfi hvenær sem er á lífsleiðinni sem er byggt á jöfnuði og óháð fyrri tekjum. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð ætti endurskoðun hans að standa yfir, líkt og áður hefur komið fram, og skil á niðurstöðum að berast nú á haustdögum. Stúdentar eru helstu sérfræðingar í málefnum Menntasjóðsins og hafa þeir birt stefnur sína um endurskoðun laganna. Stúdentaráð HÍ, Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra námsmanna erlendis eru að mestu samhuga þegar kemur að málaflokknum. Þar er óskað eftir heildstæðri endurskoðun á kerfinu þar sem stúdentar búi við ófullnægjandi stuðningskerfi. Bent er á þætti sem þarf að bæta líkt og að upphæðir séu endurskoðaðar milli ára, frítekjumark verði hækkað, styrkir séu auknir og úthlutunarreglur víkkaðar. Þá er rík krafa um endurskoðun vaxtakjara þar sem núverandi breyting hefur haft sligandi áhrif á lánþega. Einnig er nefnt mikilvægi þess að skólagjaldalán námsmanna erlendis hindri ekki aðgengi þeirra að námi en dæmi eru um að lán dugi ekki fyrir nema helmingi skólagjalda. Í tengslum við stuðningskerfi og jöfnuð er bent á óréttlæti í þröngum undanþágum þegar kemur að námslengd stúdenta og töfum í námi og nauðsynlegt að undanþágur taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta enda það mikið sanngirnismál. Það er okkur sem þjóð afar mikilvægt að hafa gott stuðningskerfi við stúdenta hvar á ferlinum það er statt og að kerfið taki mið að þörfum þeirra hverju sinni. Þegar kemur að háskólanámi er mikilvægt að námslengdin sé sveigjanleg og að fjárhagslegar skuldbindingar sligi ekki stúdenta; fólk sem síðar meir mun efla atvinnulíf og fræðaheim okkar. Til að svo verði þarf sjóðurinn að taka nauðsynlegum breytingum í þá átt, bæði hvað varðar lagarammann og úthlutunarreglurnar. Stærsta breyting laganna var 30% niðurfellingin sem ætti að hækka í 40% til samræmis við Noreg, en það kerfi var fyrirmynd núverandi kerfis. Vaxtaþakið þarf að lækka enda allt of hátt og með þeim breytingum á lögunum væru stigin góð skref. En allar breytingar á lagaumhverfinu missa marks meðan framfærsluliðir gera það að verkum að fólk fer síður í nám. Úthlutunar reglurnar þurfa einnig að taka breytingum enda þær stærsta vandamálið sem ekki er tekið á með lagabreytingum, ráðherra getur nefnilega breytt úthlutunarreglum í samráði við stjórn Menntasjóðs. Framfærsla fyrir einstakling sem býr einn er 237.124.- kr sem öll sjá að er allt, allt of lítið. Samfara hækkun á framfærsluupphæð þarf að hækka frítekjumark, skólagjaldastyrki og auka sveigjanleika við námslok. Því tökum við heilshugar undir með stúdentum og hvetjum ráðherra til að sjá til þess að öll þau sem velji að fara í háskólanám hafi tök á því, með því að gera jákvæðar breytingar á lögum um Menntasjóð og ráðast sem fyrst í breytingar á úthlutunarreglum. Við hvoru tveggja þarf að taka mið að þörfum stúdenta og vera í samráði við þá. Höfundar eru formaður UVG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru þrjú ár síðan ný lög um Menntasjóð námsmanna voru samþykkt og endurskoðun á lögunum og mat á breytingum ætti að standa yfir eins og kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði þeirra. Sýnt er að markmið með breytingum hafa ekki náðst, enn er verið að ræða sömu vandamál og uppi voru í aðdraganda þeirra, því miður. Menntasjóður námsmanna er heitið á gamla Lánasjóði íslenskra námsmanna sem tók breytingum árið 2020 með nýjum lögum (nr. 60/2020). Hlutverk nýja sjóðsins er hið sama, að tryggja þeim sem falla undir lög hans tækifæri til náms án tillits til efnahags eða stöðu að öðru leyti. Það er gert með því að veita stúdentum fjárhagslega aðstoð í formi lána og styrkja, en þær helstu breytingar sem lögin mörkuðu voru að nú geta stúdentar fengið styrki vegna framfærslu barna í stað lána og 30% niðurfellingu á námslánaskuld sinni ljúki þeir námi á tilskildum tíma. Helsta vandamál stúdenta eru þó úthlutunarreglur sjóðsins. Þar er þröngur stakkur sniðinn með framfærsluupphæð upp á rúmlega 230 þúsund krónur sem hvert okkar sér að er allt of lág. Einnig er frítekjumark atvinnutekna of lágt og námslok eru ekki nægilega sveigjanleg. Það er óboðlegt að stór hópur háskólanema búi við skort á fæðuöryggi, glími við fjárhagsáhyggjur og þurfi að vinna eins mikið með námi og raun ber vitni. Nýjar upplýsingar um neyslu næringarlítillar og einsleitrar fæðu hjá stúdentum, miklar fjárhagsáhyggjur samfara hækkandi leiguverði og framfærslukostnaði ásamt miklu vinnuálagi stúdenta er talið geta skilað sér í verri heilsu, þreytu og kvíða háskólanema og jafnvel lakari námsárangri. Rúmlega 70% háskólanema segjast þurfa að vinna með námi til að framfleyta sér þó þau vildu gjarnan sleppa því og sinna náminu betur. Þá tekur rúmlega þriðjungur háskólanema frí frá námi vegna fjárhagserfiðleika enda svipað hlutfall þeirra kominn með fjölskyldu og skuldbindingar þar að lútandi. Í núverandi hávaxtaumhverfi og miklum verðhækkunum á nauðsynjavörum og allri framfærslu er því gríðarlega mikilvægt að huga að leiðum til úrbóta og gera háskólanemum á Íslandi kleift að einbeita sér að námi sínu og gera það vel. Helsta verkfæri ríkisins til stuðnings við nám og til jöfnuðar í námi á að vera Menntasjóður námsmanna en hann virðist ekki standa undir því nafni. Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á menntamál og málefni stúdenta. Í menntastefnu hreyfingarinnar segir að meta þurfi árangur af nýjum Menntasjóði þar sem hluti námslána er nú orðinn styrkur til stúdenta. Hefur þessi breyting dugað til eða þarf að stíga næstu skref í að auka hlutfall styrkja í námi til að laða fólk til háskólanáms og/eða að þau sem hefji nám ljúki því frekar? Þá er ítrekað mikilvægi þess að hækka frítekjumark til þess að tryggja rétt efnaminni nemenda til námslána óháð starfshlutfalli síðasta árs. Í velferðarstefnu hreyfingarinnar er kveðið á um að afar mikilvægt sé í því samhengi að tryggja mannsæmandi grunnframfærslu fyrir stúdenta svo jafnrétti til náms verði tryggt því námslánakerfið eigi að auka jöfnuð og tryggja jöfn tækifæri fyrir öll til menntunar, heilsu og þátttöku í samfélaginu og vinna gegn stéttaskiptingu af öllu tagi. Miklar breytingar eru að eiga sér stað í atvinnulífinu bæði vegna tækniframfara en ekki síður viðbragða við loftslagsbreytingum. Því þarf að auðvelda fólki að auka við færni sína og þekkingu, jafnvel skipta um starfsvettvang og um leið hlúa að atvinnuuppbyggingu og ýta undir tækifæri til nýsköpunar fyrir fólk um land allt. Þess vegna þarf að tryggja að öll hafi aðgang að réttlátu lánakerfi hvenær sem er á lífsleiðinni sem er byggt á jöfnuði og óháð fyrri tekjum. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð ætti endurskoðun hans að standa yfir, líkt og áður hefur komið fram, og skil á niðurstöðum að berast nú á haustdögum. Stúdentar eru helstu sérfræðingar í málefnum Menntasjóðsins og hafa þeir birt stefnur sína um endurskoðun laganna. Stúdentaráð HÍ, Landssamtök íslenskra stúdenta og Samband íslenskra námsmanna erlendis eru að mestu samhuga þegar kemur að málaflokknum. Þar er óskað eftir heildstæðri endurskoðun á kerfinu þar sem stúdentar búi við ófullnægjandi stuðningskerfi. Bent er á þætti sem þarf að bæta líkt og að upphæðir séu endurskoðaðar milli ára, frítekjumark verði hækkað, styrkir séu auknir og úthlutunarreglur víkkaðar. Þá er rík krafa um endurskoðun vaxtakjara þar sem núverandi breyting hefur haft sligandi áhrif á lánþega. Einnig er nefnt mikilvægi þess að skólagjaldalán námsmanna erlendis hindri ekki aðgengi þeirra að námi en dæmi eru um að lán dugi ekki fyrir nema helmingi skólagjalda. Í tengslum við stuðningskerfi og jöfnuð er bent á óréttlæti í þröngum undanþágum þegar kemur að námslengd stúdenta og töfum í námi og nauðsynlegt að undanþágur taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta enda það mikið sanngirnismál. Það er okkur sem þjóð afar mikilvægt að hafa gott stuðningskerfi við stúdenta hvar á ferlinum það er statt og að kerfið taki mið að þörfum þeirra hverju sinni. Þegar kemur að háskólanámi er mikilvægt að námslengdin sé sveigjanleg og að fjárhagslegar skuldbindingar sligi ekki stúdenta; fólk sem síðar meir mun efla atvinnulíf og fræðaheim okkar. Til að svo verði þarf sjóðurinn að taka nauðsynlegum breytingum í þá átt, bæði hvað varðar lagarammann og úthlutunarreglurnar. Stærsta breyting laganna var 30% niðurfellingin sem ætti að hækka í 40% til samræmis við Noreg, en það kerfi var fyrirmynd núverandi kerfis. Vaxtaþakið þarf að lækka enda allt of hátt og með þeim breytingum á lögunum væru stigin góð skref. En allar breytingar á lagaumhverfinu missa marks meðan framfærsluliðir gera það að verkum að fólk fer síður í nám. Úthlutunar reglurnar þurfa einnig að taka breytingum enda þær stærsta vandamálið sem ekki er tekið á með lagabreytingum, ráðherra getur nefnilega breytt úthlutunarreglum í samráði við stjórn Menntasjóðs. Framfærsla fyrir einstakling sem býr einn er 237.124.- kr sem öll sjá að er allt, allt of lítið. Samfara hækkun á framfærsluupphæð þarf að hækka frítekjumark, skólagjaldastyrki og auka sveigjanleika við námslok. Því tökum við heilshugar undir með stúdentum og hvetjum ráðherra til að sjá til þess að öll þau sem velji að fara í háskólanám hafi tök á því, með því að gera jákvæðar breytingar á lögum um Menntasjóð og ráðast sem fyrst í breytingar á úthlutunarreglum. Við hvoru tveggja þarf að taka mið að þörfum stúdenta og vera í samráði við þá. Höfundar eru formaður UVG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun