Hugarafl 20 ára Eymundur Eymundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar