Virði en ekki byrði Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:31 Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað. Félög eldra fólks með LEB, Landssamband eldri borgara , í broddi fylkingar hafa verið að benda á að nýja nálgun þurfi í málefnum þessa stóra og ört stækkandi hóps, sem ráðamenn bæði í sveitarstjórnum og landsstjórninni hafa ekki sinnt sem skyldi. Allir hljóta nú að sjá hversu miklar brotalamir eru í allri umgerð um málefni eldra fólks. Lífeyrisgreiðslur almannatrygginga til eldra fólks eru einhverjar þær lægstu á Norðurlöndunum en skattlagningin er á hinn veginn. Nú sést svart á hvítu að eldri borgarar skila meiru til samfélagsins en þeir fá þaðan. Þeir þurfa þó á þjónustu að halda eins og yngra fólk og í sumum tilfellum umönnun og hjúkrun Á landsfundi LEB 9. maí síðastliðinn var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Eldra fólk getur ekki beðið lengur. Nú verður að hefjast handa Landssamband eldri borgara lýsir yfir miklum vonbrigðum með aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum eldra fólks. Þrátt fyrir yfirlýst markmið í stjórnarsáttmálanum og kosningaloforð um að draga úr skerðingum og jaðarsköttum, hafa efndir engar orðið. Í drögum að fjármálaáætlun fyrir árin 2024-2028 eru engin fyrirheit um lagfæringar á kjörum eldra fólks. Landsfundur LEB 2023 krefst þess að strax verði gripið til aðgerða til að rétta hlut eldra fólks og hafin verði vinna við að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu.” Ríkið hefur farið fram með miklar skerðingar löngu áður en almennnir launþegar hafa greitt fulla starfsævi til síns lífeyrissjóðs og fá því ekki fullan lífeyri þaðan í dag. Í hópi eldra fólks er fjöldi sem býr við óásættanleg kjör sem fara síversnandi í stjórnlausri verðbólgu. Það er nefnilega þannig að þótt tekjuhæstu hópar eldra fólks búi við góð kjör þá er stór hluti illa settur og kjör þeirra fara versnandi eins og annarra lágtekjuhópa. Það eru allmargir sem hafa ekkert sér til framfærslu nema greiðslur frá almannatryggingum sem eru nú kr. 307. 829 á mánuði, og munar nú um 95 þúsundum á þeirri upphæð og lægsta kauptaxta. Þetta voru sambærileg upphæðir fyrir einhverjum árum. Þeir sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði hafa frítekjumark upp að 25 þúsund krónum. Eftir þær er greiðslan frá TR skert um 45%. Það er nokkuð villandi sem kom fram í samantekt KPMG að meðaltekjur lífeyrisþega væru nú 97% af meðallaunum. KPMG var með aldursbilið frá 65 ára en ekki 67 ára og flestir í 65 ára hópnum eru enn á vinnumarkaði og margir reyndar til sjötugs. Þannig að það þyrfti að miða við 70 ára til að fá sannari mynd en við vitum líka að í efstu 10-20% tekjuhópum eldra fólks eru margir mjög vel stæðir sem betur fer, og þeir hífa upp meðaltalið, enda þekki ég frá minni fyrri vinnu að meðaltalstölur segja ekki allan sannleikann. LEB hefur einnig beint athygli sinni að þeirri óskilvirkni sem fylgir því er aðlög um málefni eldra fóks heyrir undir tvö ráðuneyti, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti. Þar gilda margir og sundurleitir lagabálkar eins og almannatryggingalögin sem fáir skilja. En til að gera flækjustigið enn meira þá heyrir þjónusta við eldra fólk undir tvö stjórnsýslustig , ríki og sveitarfélög. Það veldur sífelldri togsteitu og aðilar geta vísað hver á annan og sá sem geldur fyrir þetta fyrirkomulag er sá sem þjónustuna á að fá. Í hugmyndinni í verkefninu Það er gott að eldast, er gengið út frá því að þjónusta við eldra fólk, sem geti staðið undir nafninu velferðarþjónusta, verði nútímaleg og tryggi lífsgæði íbúa og stuðli að því að fólk geti búið lengur heima með tilliti til öryggis og félagslegra þátta. Algerlega nauðsynlegt er að samþætta félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu og nota til þess m.a. tæknina sem til er. Þetta er farið að gera í Reykjavík að einhverju marki og kannski í fleiri sveitarfélögum. Svo ættu menn að muna að eldri kynslóðin byggði upp samfélagið sem við búum í. Það getur ekki verið ósanngjörn krafa að þeir sem hafa lágan lífeyri setji hann ekki að mestu í til að fjármagna rekstur samfélagsins, heldur geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Höfundur er formaður í Félagi eldri borgara í Húnaþingi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun