Handbolti

Óskar Bjarni tekur við Val í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson hefur þjálfað hjá Val svo lengi sem elstu menn muna.
Óskar Bjarni Óskarsson hefur þjálfað hjá Val svo lengi sem elstu menn muna. vísir/daníel

Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals. Hann tekur við starfinu af nýráðnum landsliðsþjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni.

Þetta er í þriðja sinn sem Óskar Bjarni tekur við karlaliði Vals. Hann stýrði því fyrst á árunum 2003-10 og svo 2014-17. Hann stýrði Val með Jóni Kristjánssyni tímabilið 2014-15 og Guðlaugi Arnarssyni 2016-17. 

Undir stjórn Óskars Bjarna urðu Valsmenn Íslandsmeistarar 2007 og 2017, bikarmeistarar 2008-09, 2011 og 2017 og deildarmeistarar 2015.

Undanfarin ár hefur Óskar Bjarni verið aðstoðarmaður Snorra með Valsliðið. Á síðasta tímabili varð Valur deildarmeistari og komst í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Liðið féll hins vegar úr leik í átta liða úrslitum um Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×