Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 5. júní 2023 19:58 Hér má sjá skjáskot úr kvikmyndinni Grimmd, sem var næstaðsóknarmesta kvikmynd ársins 2016. Þar er reiknað með tuttugu þúsund miðum sem félag föður leikstjórans keypti. Vísir Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Hann var sakaður um að hafa dregið að sér alls rúmlega 27 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má finna hér. Eins og fram kom í grein Vísis frá því í fyrra, þegar Anton Ingi var ákærður, er forsaga málsins sú að hann og Ragnar Þór Jónsson skrifuðu árið 2016 undir samkomulag um að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. en það er fyrirtæki sem átti einnig höfundarrétt að Grimmd. Sjá einnig: Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Sena var dreifingaraðili myndarinnar en Anton lét fyrirtækið greiða inn á reikning eigu annars félags sem hann átti einn. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður Antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Sjá einnig: Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Anton neitaði sök í öllum ákæruliðum og sagði að Virgo 2 hefði eingöngu verið stofnað til að halda utan um framleiðslu Grimmdar. Í ákærunni segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. Antoni Inga var gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá var Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Mátti ekki taka við greiðslum vegna kvikmyndarinnar Í dómi héraðsdóms segir að að virtum gögnum málsins hafi ekkert komið fram sem benti til að umþrætt réttindi vegna Grimmdar hefðu farið yfir til Virgo films frá Virgo 2. Þess vegna hefði Anton Ingi gerst sekur fjárdrátt vegna þeirra fjármuna sem hann tók við inn á reikning Virgo films vegna sölu á réttindum. Ákæru vegna fjárdráttar, með því að hafa dregið 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning sinn, var hin hins vegar vísað frá dómi, enda var hún framkvæmd af Ragnari Þór Í dóminum segir að af gögnum máls yrði þó ekkert ráðið um það hvort Anton Ingi hafi vakið þá hugmynd hjá honum að millifæra umrædda fjárhæð inn á persónulegan reikning hans. Ekki væri heldur ákært fyrir slíka háttsemi og yrði því ekki séð að slík háttsemi rúmist innan háttsemislýsingar ákæru. Þá var Anton Ingi einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Enginn sakaferill og mikill dráttur Í niðurstöðum dómsins segir að Anton Ingi hafi ekki gerst sekur áður um brot sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verði þó að taka mið af því að um umtalsverðar fjárhæðir voru að tefla, auk þess sem Anton Ingi nýtti ávinning af brotum sínum í eigin þágu eða í þágu félags í hans eigu. Við mat á refsingu yrði þó ekki heldur litið fram hjá því að umrædd brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2017. Málið hafi verið kært til lögreglu í lok árs 2017 og ákæra gefin út í byrjun september árið 2022, en ætla megi að rannsókn málsins hafi að mestu lokið á árinu 2019, en þá hafði allra rannsóknargagna verið aflað og skýrslur teknar af ákærða og kæranda máls. „Að því virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíumánuði en eftir atvikum þykja efni til að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dóminum. Þá var Anton Ingi dæmdur til þess að greiða fjóra fimmtu hluta 2.109.240 króna málsvarnarlauna verjanda síns. Dómsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Efnahagsbrot Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Hann var sakaður um að hafa dregið að sér alls rúmlega 27 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má finna hér. Eins og fram kom í grein Vísis frá því í fyrra, þegar Anton Ingi var ákærður, er forsaga málsins sú að hann og Ragnar Þór Jónsson skrifuðu árið 2016 undir samkomulag um að þeir ættu saman allt hlutafé í Virgo 2 ehf. en það er fyrirtæki sem átti einnig höfundarrétt að Grimmd. Sjá einnig: Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Sena var dreifingaraðili myndarinnar en Anton lét fyrirtækið greiða inn á reikning eigu annars félags sem hann átti einn. Árið 2018 fjallaði Vísir um málaferli milli Virgo 2 og Senu þar sem meðal annars kom fram að fyrirtæki í eigu föður Antons Inga hefði keypt tuttugu þúsund aðgangsmiða að Grimmd. Sena var dæmd til að greiða Virgo 2 3,6 milljónir króna, auk fjögurra milljóna sem hún hafði þegar greitt í sölutryggingu, þrátt fyrir að hafa greitt Virgo films 8,5 milljónir króna. Sjá einnig: Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Anton neitaði sök í öllum ákæruliðum og sagði að Virgo 2 hefði eingöngu verið stofnað til að halda utan um framleiðslu Grimmdar. Í ákærunni segir að Anton hafi dregið sér rúmlega 3,2 milljónir króna með því að láta greiðslur frá 365 miðlum fyrir sýningarrétt myndarinnar renna inn á reikning Virgo films í stað Virgo 2. Þá hafi hann ráðstafað tekjum af sölu sýningarréttar til Icelandair upp á eina milljón króna með ólögmætum hætti til Virgo films. Antoni Inga var gefið að sök að hafa dregið 18,5 milljónir af reikningi Virgo 2 inn á reikning Virgo films. Milljónirnar höfðu komið frá Senu vegna kaupa á sýningarrétti Grimmdar. Sem áður segir voru tekjur af sýningarrétti að miklu leyti til komnar vegna kaupa félags föður Antons Inga á tuttugu þúsund aðgangsmiðum. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Þá var Anton Ingi að lokum ákærður fyrir að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning. Mátti ekki taka við greiðslum vegna kvikmyndarinnar Í dómi héraðsdóms segir að að virtum gögnum málsins hafi ekkert komið fram sem benti til að umþrætt réttindi vegna Grimmdar hefðu farið yfir til Virgo films frá Virgo 2. Þess vegna hefði Anton Ingi gerst sekur fjárdrátt vegna þeirra fjármuna sem hann tók við inn á reikning Virgo films vegna sölu á réttindum. Ákæru vegna fjárdráttar, með því að hafa dregið 4,3 milljónir króna af reikningi Virgo 2 inn á persónulegan rekning sinn, var hin hins vegar vísað frá dómi, enda var hún framkvæmd af Ragnari Þór Í dóminum segir að af gögnum máls yrði þó ekkert ráðið um það hvort Anton Ingi hafi vakið þá hugmynd hjá honum að millifæra umrædda fjárhæð inn á persónulegan reikning hans. Ekki væri heldur ákært fyrir slíka háttsemi og yrði því ekki séð að slík háttsemi rúmist innan háttsemislýsingar ákæru. Þá var Anton Ingi einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo films ávinnings af fjárdrættinum. Enginn sakaferill og mikill dráttur Í niðurstöðum dómsins segir að Anton Ingi hafi ekki gerst sekur áður um brot sem hafa áhrif á ákvörðun refsingar í máli þessu. Við ákvörðun refsingar verði þó að taka mið af því að um umtalsverðar fjárhæðir voru að tefla, auk þess sem Anton Ingi nýtti ávinning af brotum sínum í eigin þágu eða í þágu félags í hans eigu. Við mat á refsingu yrði þó ekki heldur litið fram hjá því að umrædd brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2017. Málið hafi verið kært til lögreglu í lok árs 2017 og ákæra gefin út í byrjun september árið 2022, en ætla megi að rannsókn málsins hafi að mestu lokið á árinu 2019, en þá hafði allra rannsóknargagna verið aflað og skýrslur teknar af ákærða og kæranda máls. „Að því virtu er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tíumánuði en eftir atvikum þykja efni til að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dóminum. Þá var Anton Ingi dæmdur til þess að greiða fjóra fimmtu hluta 2.109.240 króna málsvarnarlauna verjanda síns.
Dómsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Efnahagsbrot Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira