Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 5. júní 2023 18:30 „Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun