Forstjóri Viaplay rekinn og hlutabréf í frjálsu falli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 19:22 Anders Jensen forstjóri hefur verið látinn taka pokann sinn. NENT Forstjóri norrænu streymisveitunnar Viaplay hefur verið rekinn og hlutabréf í fyrirtækinu féllu um nærri 60 prósent í dag. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og býst við tapi næstu árin. Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin. Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Í afkomuviðvörun Viaplay segir að veitan búist við tapi upp á 250 til 300 milljón sænskra króna á öðrum ársfjórðungi. Það er allt að tapið nemi 3,9 milljörðum króna. Þá er gert ráð fyrir að söluaukning nemi 16 til 17,5 prósentum í stað 24 til 26 prósenta aukningar eins og í fyrri spá. Féllu hlutabréf í veitunni um 58,6 prósent, niður í 93,4 sænska krónu á hlut. Þá var forstjórinn Anders Jensen rekinn og Jörgen Madsen Lindemann, fyrrverandi forstjóri rafíþróttadeildar MTG, tekur við. En Viaplay er dótturfyrirtæki MTG. Samkvæmt Viaplay er ástæða þrenginganna yfirstandandi lífskjarakreppa og harðnandi viðskiptaumhverfi. Hafi eftirspurn eftir bæði norrænu og alþjóðlegu afþreyingarefni minnkað sem og áskriftasala. Þá hafi norrænir auglýsingamarkaðir fyrir ljósvakamiðla dalað hratt. Kom á óvart Viðvörun Viaplay kom mörgum á óvart enda í ósamræmi við tilkynningu félagsins frá 25. apríl síðastliðnum. Þar sagði að árið hefði byrjað eins og spár hefðu gert ráð fyrir. Mikill meðbyr væri með veitunni þrátt fyrir óvissu í efnahagsmálunum heimsins. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að Viaplay þar sem þýski boltinn er meðal annars á skjánum.Getty Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Viaplay gefur út afkomuviðvörun, síðast var það gert í fyrra. Samkvæmt fréttastofunni Reuters komu þær tölur sem kynntar voru í dag fólki þó á óvart. Sænsk veita í 33 löndum Viaplay var stofnuð í Svíþjóð árið 2007. Veitan er nú með dreifingu á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Eystrasalti, Póllandi og víðar, alls 33 löndum. Fjölmargir Íslendingar eru áskrifendur að þjónustu Viaplay. Þar er hægt að streyma kvikmyndum og þáttaröðum, bæði norrænum og öðrum. Einnig er mikið af íþróttaefni á veitunni, svo sem þýski fótboltinn, Formúla 1 kappakstur og NHL íshokkídeildin.
Fjölmiðlar Svíþjóð Bíó og sjónvarp Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira