Gísli um þriðja markið: „Þetta var bara svona eins og venjuleg þriðjudagsæfing“ Sverrir Mar Smárason skrifar 5. júní 2023 23:00 Gísli kom inn af bekknum og breytti gangi mála í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann í kvöld torsóttan 3-1 sigur á FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Liðið er því komið í undanúrslit og stefnir á bikarinn. Gísli Eyjólfsson, leikmaður Blika, var sáttur með sigurinn að lokum. Gísli sat á bekknum í fyrri hálfleik en kom inná í hálfleik. „Í fyrri hálfleik sá ég þetta þannig að menn væru ekki alveg tilbúnir í þetta. Við héldum alveg boltanum og allt það en við náðum ekki að fara bakvið þá. Þeir voru hátt með línuna en við vorum ekki að fá hlaupin bakvið línuna til þess að hreyfa við þeim. Svo kemur þetta mark hjá þeim er er kjaftshögg og menn fá skjálfta við það.“ „Mér fannst vanta fleiri hlaup og mér fannst við bæta það í seinni hálfleik. Þá þurfa þeir að bregðast við því og þá myndast meira pláss á miðjunni,“ sagði Gísli um fyrri hálfleikinn. Blikar gerðu tvær breytingar í hálfleik. Líkt og fyrr segir kom Gísli inná en auk hans kom inn Klæmint Olsen sem átti eftir að skora tvö mörk fyrir Breiðablik. Blikar voru 0-1 undir í hálfleik, jöfnuðu á 69. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma. „Ég fékk þau skilaboð að koma inn með krafti. Lexi og Ágúst voru búnir að vera mjög flottir í fyrri hálfleik en svo urðu bara aðeins breytingar.“ „Manni leið ágætlega í 1-1 því við vissum að við ættum framlenginguna eftir ef að henni skildi koma. Mér finnst hópurinn vera ferskur og engin þreyta í mannskapnum. Mér fannst við tilbúnir í að taka framlenginguna ef þess þurfti en sem betur fer steig Davíð upp [og skoraði annað mark Blika],“ sagði Gísli. Gísli lagði sjálfur upp þriðja mark Blika með óvæntum en frábærum einleik áður en hann lagði boltann fyrir markið á Klæmint sem kom honum í netið. Þetta er ekki algengt að sjá frá Gísla en aðspurður segist hann gera þetta oft á æfingum. „Þetta var bara eins og venjuleg þriðjudagsæfing,” sagði Gísli og hló en hélt svo áfram: „Ég veit það ekki ég fékk kannski meiri tíma og meira pláss því aðrir voru orðnir þreyttir en ég var bara búinn að spila 45 mínútur. Það var ekkert undir þarna í lokin og það er gaman aðeins að leika sér,” sagði Gísli. Líkt og fyrr segir eru Blikar komnir áfram í undanúrslit, Gísli var spurður hvort hann myndi vilja spila við Víkinga og skilja þá eftir en Gísli hafði aðrar hugmyndir. „Mér er eiginlega alveg sama og veit ekki hverjir eru eftir í pottinum. Er ekki Grindavík þarna? Það væri frábært að fá Gaua Lýðs hérna á Kópavogsvöll,” sagði Gísli að lokum. Breiðablik FH Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
„Í fyrri hálfleik sá ég þetta þannig að menn væru ekki alveg tilbúnir í þetta. Við héldum alveg boltanum og allt það en við náðum ekki að fara bakvið þá. Þeir voru hátt með línuna en við vorum ekki að fá hlaupin bakvið línuna til þess að hreyfa við þeim. Svo kemur þetta mark hjá þeim er er kjaftshögg og menn fá skjálfta við það.“ „Mér fannst vanta fleiri hlaup og mér fannst við bæta það í seinni hálfleik. Þá þurfa þeir að bregðast við því og þá myndast meira pláss á miðjunni,“ sagði Gísli um fyrri hálfleikinn. Blikar gerðu tvær breytingar í hálfleik. Líkt og fyrr segir kom Gísli inná en auk hans kom inn Klæmint Olsen sem átti eftir að skora tvö mörk fyrir Breiðablik. Blikar voru 0-1 undir í hálfleik, jöfnuðu á 69. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma. „Ég fékk þau skilaboð að koma inn með krafti. Lexi og Ágúst voru búnir að vera mjög flottir í fyrri hálfleik en svo urðu bara aðeins breytingar.“ „Manni leið ágætlega í 1-1 því við vissum að við ættum framlenginguna eftir ef að henni skildi koma. Mér finnst hópurinn vera ferskur og engin þreyta í mannskapnum. Mér fannst við tilbúnir í að taka framlenginguna ef þess þurfti en sem betur fer steig Davíð upp [og skoraði annað mark Blika],“ sagði Gísli. Gísli lagði sjálfur upp þriðja mark Blika með óvæntum en frábærum einleik áður en hann lagði boltann fyrir markið á Klæmint sem kom honum í netið. Þetta er ekki algengt að sjá frá Gísla en aðspurður segist hann gera þetta oft á æfingum. „Þetta var bara eins og venjuleg þriðjudagsæfing,” sagði Gísli og hló en hélt svo áfram: „Ég veit það ekki ég fékk kannski meiri tíma og meira pláss því aðrir voru orðnir þreyttir en ég var bara búinn að spila 45 mínútur. Það var ekkert undir þarna í lokin og það er gaman aðeins að leika sér,” sagði Gísli. Líkt og fyrr segir eru Blikar komnir áfram í undanúrslit, Gísli var spurður hvort hann myndi vilja spila við Víkinga og skilja þá eftir en Gísli hafði aðrar hugmyndir. „Mér er eiginlega alveg sama og veit ekki hverjir eru eftir í pottinum. Er ekki Grindavík þarna? Það væri frábært að fá Gaua Lýðs hérna á Kópavogsvöll,” sagði Gísli að lokum.
Breiðablik FH Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-1 | Heimamenn kláruðu dæmið í lokin Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á FH. Staðan var jöfn þegar venjulegur leiktími var að renna sitt skeið en Blikar kláruðu dæmið í blálok leiksins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 5. júní 2023 22:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn