Alfarið á móti styttingu ræðutíma: „Þetta er ólýðræðislegt“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 20:37 Helga Áss var heldur heitt í hamsi á fundi borgarstjórnar í kvöld. Skjáskot Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var harðorður í kvöld þegar hann ræddi fyrirhugaða styttingu ræðutíma á fundum Borgarráðs. Hann velti því meðal annars fyrir sér hvort meirihlutinn væri að reyna að þagga niður í minnihlutanum. Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á föstudag tillögur um að festa í sessi breytingar sem gerðar voru til bráðabirgða á fundartíma borgarstjórnar. Þá verður ræðum fækkað og ræðutími styttur. Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór hörðum orðum um áform þessi á fundi borgarstjórnar, sem nú stendur yfir. Fundinn má sjá í beinni hér að neðan: „Það sem mér finnst vera mjög mikilvægt fyrir þá sem sitja í borgarstjórn, er að þeir átti sig á að þetta er eini vettvangurinn fyrir þá sem eru í minnihluta, til að tala milliliðalaust á vettvangi borgarstjórnar við þá sem hafa kosið okkur. Fundir ráða og nefnda eru lokaðir. Það er þess vegna mjög bagalegt, þegar verið er að vinna að því að draga úr lýðræðislegum rétti þeirra sem hér hafa verið kjörnir til að tala um sín mál,“ segir Helgi Áss. Hann bendir á að í fyrra hafi borgarfulltrúar mátt tala í tuttugu mínútur en nú standi til að stytta þann tíma niður í átta mínútur og að á Akureyri, til dæmis, sé sá tími bæjarfulltrúa ótakmarkaður. „Þetta er ólýðræðislegt og til þess fallið að draga úr því eftirlitshlutverki sem borgarfulltrúar eru kjörnir til að gegna, meðal annars þeir sem eru í minnihluta. Þetta er að mínu mati óboðlegt.“ Meirihlutanum sjálfum að kenna hversu lengir fundir eru Helgi Áss bendir einnig á það að það hafi verið að undirlagi flokka sem nú eru í meirihluta að borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í 23 á sínum tíma. Þá segir hann að áhugavert væri ef tölfræði væri tekin saman um það hversu margir fulltrúar meirihlutans stígi í pontu á borgarstjórnarfundum og þá hversu oft og hversu lengi. Þessi nálgun öll er óásættanleg og það er bara mjög mikilvægt þegar kemur að opinberum störfum, að vinna fyrir almenning, að formsatriði af þessu tagi séu í lagi vegna þess að það er ekki með því að draga úr hinu lýðræðislega aðhaldi sem líkur aukast á því að meiri virðing sé borin fyrir borgarstjórn, þvert á móti. Vegna þess að þegar við erum hér inni þá hættum við að vera einstaklingar. Við erum fulltrúar fólksins sem býr í þessari borg og þess vegna eru ákveðin formsatriði þegar kemur að því hvernig við ávörpum hvert annað,“ segir Helgi Áss. Veltir fyrir sér lögmæti breytinganna Helgi Áss segist ekki geta orða bundist við ákvörðun forsætisnefndar og segist telja sérstaklega slæmt að tími andsvara verði styttur. Það sé í þeim sem líflegar umræður myndast. „Ég hvet alla þá sem eru í meiri hlutanum að endurskoða þetta og ég bendi á að formlega samkvæmt lögum þarf ráðherra að samþykkja þessa samþykkt og að fyllsta ástæða er fyrir þá sem eru í minnihluta að athuga það hvort svona breyting sé lögleg.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira