Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 21:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. „Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira