„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2023 22:36 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. „Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira