Árás á stífluna „umhverfislegt gjöreyðingarvopn“ Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 23:05 Vatnsflaumur frá stíflunni hefur valdið mikilli eyðileggingu í Kherson. Libkos/AP Úkraínuforseti hefur sakað Rússa um að hafa sprengt stíflu í Kherson-héraði af ásettu ráði og segir þá hafa beitt „umhverfislegu gjöreyðingarvopni“ og framið stríðsglæp. Hið minnsta sextán þúsund manns hafa þegar flúið og stjórnlaust vatnsstreymi er um svæðið eftir að Kakovka-stíflan á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði brast í nótt. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem sjá má götur borgarinnar Nova Kahofka á bólakafi. Í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti að aðeins frelsun gjörvallrar Úkraínu gæti komið í veg fyrir að hryðjuverk Rússa í landinu héldu áfram. „Slík eyðilegging af ásettu ráði á vatnsaflsvirkjuninni er umhverfislegt gjöreyðingarvopn,“ sagði forsetinn. Fyrr í dag sagði Oleksii Kuleba, háttsettur embættismaður á skrifstofu Úkraínuforseta, að árásin á stífluna væri glæpur Rússa gegn úkraínsku þjóðinni, náttúrunni og lífinu sjálfu. Reuters greinir frá. Þá sagði forsetinn að saksóknarar á hans vegum hafi þegar haft samband við Alþjóðasakamáladómstólinn vegna málsins, en árásis á stíflur eru bannaðar samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Rússar hafa aftur á móti þvertekið fyrir að hafa nokkuð haft að gera með eyðileggingu stíflunar. Erindreki þeirra sagði á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var í dag að beiðni bæði Rússa og Úkraínumanna, að Úkraínumenn sjálfir hefðu eyðilagt stífluna og sakaði þá um hættuleg herkænskubrögð og stríðsglæp. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Hið minnsta sextán þúsund manns hafa þegar flúið og stjórnlaust vatnsstreymi er um svæðið eftir að Kakovka-stíflan á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði brast í nótt. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem sjá má götur borgarinnar Nova Kahofka á bólakafi. Í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar sagði Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti að aðeins frelsun gjörvallrar Úkraínu gæti komið í veg fyrir að hryðjuverk Rússa í landinu héldu áfram. „Slík eyðilegging af ásettu ráði á vatnsaflsvirkjuninni er umhverfislegt gjöreyðingarvopn,“ sagði forsetinn. Fyrr í dag sagði Oleksii Kuleba, háttsettur embættismaður á skrifstofu Úkraínuforseta, að árásin á stífluna væri glæpur Rússa gegn úkraínsku þjóðinni, náttúrunni og lífinu sjálfu. Reuters greinir frá. Þá sagði forsetinn að saksóknarar á hans vegum hafi þegar haft samband við Alþjóðasakamáladómstólinn vegna málsins, en árásis á stíflur eru bannaðar samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Rússar hafa aftur á móti þvertekið fyrir að hafa nokkuð haft að gera með eyðileggingu stíflunar. Erindreki þeirra sagði á neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var í dag að beiðni bæði Rússa og Úkraínumanna, að Úkraínumenn sjálfir hefðu eyðilagt stífluna og sakaði þá um hættuleg herkænskubrögð og stríðsglæp.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira