Samkvæmt yfirliti lögreglu á höfuðborgarsvæðinu um vaktina voru 73 mál skráð í Löke á tímabilinu 17 í gær til 5 í nótt.
Í miðborginni/Vesturbæ var tilkynnt um þjófnað á síma og innbrot og þjófnað í verslun. Þá var manni í annarlegu ástandi vísað út af matsölustað og öðrum sinnt annars staðar. Einn var fluttur á bráðamóttöku með áverka á ökla.
Tilkynning barst um rúðubrot í Garðabæ og líkamsárás í Hafnarfirði. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Seljahverfi og annar vegna gruns um vörslu fíkniefna. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í póstnúmerinu 112 og maður handtekinn vegna vopnalagbrots í 110.