Nítján ára gamall piltur er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn.
Hinir látnu eru 18 ára gamall útskriftarnemi og 36 ára gamall faðir hans.
Lögregla telur að árásarmaðurinn hafi þekkt að minnsta kosti eitt fórnarlamba sinna.
Annar einstaklingur var síðan handtekinn á staðnum þegar í ljós kom að sá var líka vopnaður. Honum var síðan sleppt eftir að í ljós kom að hann tengist árásinni ekki á neinn hátt, þrátt fyrir vopnaburðinn.
Hin særðu munu ekki vera alvarlega slösuð en auk þeirra sem urðu fyrir skotsárum slösuðust tveir í örtröðinni sem myndaðist þegar skothríðin byrjaði auk þess sem ekið var á níu ára gamla stúlku.