Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Samúel Karl Ólason skrifar 7. júní 2023 09:56 Lögregluþjónar við rætur fjallsins sem flugvélin brotlenti á í Virginíu á sunnudaginn. AP/Randall K. Wolf Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Verið var að fljúga flugvélinni frá Tennessee til Long Island í New York, en þegar þangað var komið virðist sem sjálfstýring flugvélarinnar hafi snúið henni við. Hún flaug svo áfram þar til hún brotlenti á fjalli í Virginíu á sunnudaginn. Flugvélin var þota af gerðinni Cessna 560. Um borð var flugmaður, kona og tveggja ára barn auk barnfóstru. Flugmaðurinn var 69 ára gamall og hét Jeff Hefnar. Konan var dóttir eiganda flugvélarinnar en hún hét Adina Azarian og var 49 ára gömul. Tvegga ára dóttir hennar Aria dó einnig í slysinu auk Evadnie Smith, sem var 56 ára gömul barnfóstra. Orrustuþotur voru sendar til móts við flugvélina, þar sem hún flaug beint yfir Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, á bakaleiðinni. Mörgum íbúum Washington DC var mjög brugðið þegar orrustuþotunum var flogið yfir höfuðborgina en þeim var flogið yfir hljóðhraða, með tilheyrandi látum, og töldu margir að um gríðarstóra sprengingu hefði verið að ræða. Sjá einnig: Orrustuþotum flogið til móts við stjórnlausa flugvél yfir Washington DC Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir líklegt að flugmaðurinn hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts þegar þotunni var flogið í þriggja kílómetra hæð. Í þeirri hæð þarf að jafna þrýsting um borð í flugvélum og líklegt er að sá búnaður hafi verið bilaður eða rangt stilltur. Hafi svo verið, myndi flugmaðurinn einungis hafa nokkrar mínútur, eða jafnvel ekki einu sinni mínútu, til að bregðast við, samkvæmt Alan Diehl. fyrrverandi flughermaður og starfsmaður hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum. Hann kom einnig að því að hanna umrædda flugvél. Fréttaveitan segir einnig að flughermenn sem sendir voru til móts við flugvélina hafi séð flugmanninn á grúfu í flugstjórasætinu.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira