Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 11:42 Ólafur Stephensen segir það óskiljanlegt með öllu að ekki hafi tekist að afgreiða tollamál er varðar innflutning á úkraínskum vörum til Íslands. Vinnubrögð sem að mati Ólafs eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar. vísir/vilhelm Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna. Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Vísir greindi í morgun frá því að þingmenn stjórnarandstöðunnar eru furðu lostnir vegna hastarlegra þingloka en eins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þýðir þetta einfaldlega það að fjöldi mikilvægra mála eru óafgreidd. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn þeirra sem rekur í rogastans vegna þessa flýtis á að senda þingmenn í sumarleyfi. Hann hefur barist fyrir máli sem varðar tollfrelsi á úkraínskum vörum. Óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni Ólafur segist hafa talað við hvern stjórnarþingmann á fætur öðrum sem segja að auðvitað verði þetta að fara í gegn. En um leið eru allir undir endalausum þrýstingi frá landbúnaðinum og sennilega því fegnastir að tíminn til að afgreiða málið sé úti. En ýmsar getgátur eru uppi vegna þessa sem snúa að því að blússandi ágreiningur sé uppi meðal meirihlutans. „Það er óskiljanlegt að þetta mál sé að brenna inni við þinglok þrátt fyrir heitstrengingar forsætisráðherra um að halda áfram þeim stuðningi í formi tollfrelsis, sem úkraínsk stjórnvöld báðu um,“ segir Ólafur sem er afar óhress með hvernig mál eru að æxlast. Hann segir að rétt sé að rifja upp að þegar málið var samþykkt á Alþingi í fyrra hlytu þingmenn að átta sig á að ef stuðningurinn ætti að skipta útflutning Úkraínu einhverju máli, myndi hann þýða að fluttar yrðu inn búvörur í samkeppni við íslenska framleiðslu. „Það er nefnilega svo að Ísland leggur ekki innflutningstolla á neinar vörur aðrar en búvörur – og þá aðallega vörur sem framleiddar eru hér á landi.“ Í klemmu vegna þrýstings frá hagsmunaaðilum Ólafur segir jafnframt að þau hjá Félagi atvinnurekenda hafi orðið þess vör að stjórnarliðið sé undir gífurlegum þrýstingi frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og fleiri hagsmunaaðila í landbúnaðinum: „Að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu, sem um leið hefur falið í sér hagsbætur fyrir íslenska neytendur. Stjórnvöld hafa haft feikinógan tíma til að vinna málið. Einhverra hluta vegna kaus fjármálaráðherrann, sem lagði málið fram í fyrra, að vísa verkefninu til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það mun hafa verið 15. maí og nefndin hefur því haft þrjár vikur til að leggja fram frumvarp eða breytingartillögu, en nú láta stjórnarliðar eins og þeir séu í tímahraki.“ Að sögn Ólafs metur matvælaráðuneytið það svo að innflutningur á úkraínskum kjúklingi án tolla nemi um 2-3% af markaðnum. „Þannig að hér er verið að hverfa frá stuðningi við Úkraínu til að verja minniháttar hagsmuni nokkurra fyrirtækja í alifuglaframleiðslu. Þessi vinnubrögð eru íslenskum stjórnvöldum til fullkominnar skammar.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Neytendur Landbúnaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira