Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 21:00 Þær Agnes Elín Davíðsdóttir og Rakel Ósk Arnórsdóttir segjast hafa verið að missa sitt annað heimili með brotthvarfi listdansskólans Plié. Vísir/Arnar Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Listdansskólinn Plie hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Á mánudaginn var greint frá því að skólinn hafi neyðst til að skila lyklunum að húsnæði sínu í Víkurhvarfi í Kópavogi. Var í yfirlýsingu frá stjórnendum skólans sagt að bæði væri það vegna hækkandi leigu og vegna skorts á opinberum styrkjum, líkt og aðrar tómstundir hljóta. Nemendur skólans skrifuðu saman á rúðurnar áður en þær sögðu bless.Vísir/Arnar Nokkrir nemendur skólans eru skráðir til leiks á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Portúgal í lok þessa mánaðar. Þeir hafa hins vegar allir misst æfingahúsnæðið sitt, þar á meðal þær Rakel og Agnes. „Við vitum ekkert hvar við munum vera í næstu viku eða á morgun. Þannig við erum bara að reyna að finna einhverja sali til þess að æfa,“ segir Rakel Ósk Arnórsdóttir. Þannig þetta setur undirbúning fyrir mótið í smá uppnám? „Já, þetta er mjög erfitt.“ View this post on Instagram A post shared by Rakel Ósk (@rakel_dancer) Á mánudaginn hittust nemendur skólans fyrir utan húsnæðið til að kveðja skólann, sem hefur nú verið tekinn til gjaldþrotaskipta. „Við vorum að knúsast og kveðja Plié allar saman,“ segir Agnes Elín Davíðsdóttir. Stelpurnar kvöddu skólann saman. „Það var mjög erfitt því þetta er seinna heimilið okkar. Við erum margar hér að æfa í 20 tíma í viku. Við erum alltaf hérna á hverjum einasta degi í hverri einustu viku. Það er erfitt að vita að við erum aldrei að fara að koma hingað aftur,“ bætir Rakel við. Þær leita nú að húsnæði til að geta æft sig fyrir heimsmeistaramótið og er leitin ekki einföld. „Við getum ekki verið bara hvar sem er. Við þurfum að hafa almennilegt gólf og hátt upp til lofts því við erum með „acrobat“-nemendur sem eru að gera hættuleg „tricks“ og lyftur. Þá getum við ekki verið alls staðar. Það væri æðislegt ef einhver gæti hjálpað okkur með það,“ segir Rakel en hægt er að hafa samband við þær í gegnum netfangið foreldrafelag@plie.is.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37