Líkurnar á að Trump verði ákærður vegna leyniskjalanna aukast Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2023 09:16 Trump er talinn sigurstranglegastur í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2024 þrátt fyrir sakamálarannsóknir á honum. AP/Charlie Neibergall Alríkissaksóknarar hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann sé viðfangsefni rannsóknar þeirra á leyniskjölum sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. Þetta er sagt benda til þess að Trump verði líklega ákærður. New York Times segir ekki ljóst hvenær Trump fékk þessar upplýsingar en það að hann hafi fengið tilkynninguna bendi til þess að rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sé á lokametrunum. Tilkynning til mögulegra sakborninga af þessu tagi sé oft undanfari ákæru. Rannsóknin beinist að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Trump vildi ekki staðfesta við New York Times að honum hefði verið tilkynnt að hann yrði ákærður. Eitt nokkurra yfirvofandi sakamála Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Málsvörn Trump hefur til þessa byggst á að hann hafi á einhvern hátt „sjálfkrafa“ aflétt leynd af skjölunum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Það eigi hann að hafa gert með almennri fyrirskipun til ráðgjafa sinna um að öll gögn sem hann hefði með sér þaðan skyldu ekki lengur teljast leynileg. Smith rannsakar einnig tiltraunir Trump og bandamanna hans til þess að snú við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 en henni er sagt miða hægar en þeirri á leyniskjölunum. Þá sætir Trump ákæru í þagnargreiðslumáli í New York og rannsókn fyrir tilraunir sínar til að breyta úrslitum forsetakosninganna í Georgíu fyrir rúmum tveimur árum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
New York Times segir ekki ljóst hvenær Trump fékk þessar upplýsingar en það að hann hafi fengið tilkynninguna bendi til þess að rannsókn Jacks Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sé á lokametrunum. Tilkynning til mögulegra sakborninga af þessu tagi sé oft undanfari ákæru. Rannsóknin beinist að því hvort að Trump hafi brotið lög um meðhöndlun ríkisleyndarmála og hvort hann hafi reynt að hindra alríkisstjórnina í að endurheimta þau. Hundruð skjala sem voru merkt leynileg leyndust í fórum Trump á heimili hans í Flórída. Sum þeirra fengust ekki endurheimt fyrr en alríkislögreglan gerði húsleit þar eftir að tilraunir ríkisskjalasafns Bandaríkjanna um að fá þeim skilað báru takmarkaðan árangur. Trump vildi ekki staðfesta við New York Times að honum hefði verið tilkynnt að hann yrði ákærður. Eitt nokkurra yfirvofandi sakamála Fjöldi vitna hefur komið fyrir ákærudómstóla í Washington-borg og Miami í Flórída vegna rannsóknarinnar. Á meðal þeirra eru ráðgjafar Trump úr Hvíta húsinu, starfsmenn í Mar-a-Lago-klúbbi hans í Flórída og fleiri en tuttugu leyniþjónustumenn úr lífvarðarsveit hans. Málsvörn Trump hefur til þessa byggst á að hann hafi á einhvern hátt „sjálfkrafa“ aflétt leynd af skjölunum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Það eigi hann að hafa gert með almennri fyrirskipun til ráðgjafa sinna um að öll gögn sem hann hefði með sér þaðan skyldu ekki lengur teljast leynileg. Smith rannsakar einnig tiltraunir Trump og bandamanna hans til þess að snú við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 en henni er sagt miða hægar en þeirri á leyniskjölunum. Þá sætir Trump ákæru í þagnargreiðslumáli í New York og rannsókn fyrir tilraunir sínar til að breyta úrslitum forsetakosninganna í Georgíu fyrir rúmum tveimur árum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24 Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09 Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2. júní 2023 20:24
Upptaka til af Trump ræða um leyniskjölin Bandarískir alríkissaksóknarar hafa komist yfir hljóðupptöku þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, heyrist ræða um leyniskjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Orð Trump á henni benda til þess að hann hafi vitað að leynd ríkti yfir skjölunum, þvet á það sem hann hefur haldið fram opinberlega. 1. júní 2023 09:09
Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. 23. maí 2023 11:01