Síðustu daga hafa Úkraínumenn verið að gera árásir nærri Velyka Novosilka í Dónetsk-héraði. Í gær hófust svo umfangsmiklar vestar í Sapórisjía-héraði, suður af bænum Orikhiv.
3/ Russian and Ukrainian sources reported explosions in occupied territories in #Zaporizhia and #Donetsk oblasts on June 7. https://t.co/W6mPtd0HgQ pic.twitter.com/uhRdZeQM1j
— ISW (@TheStudyofWar) June 8, 2023
Fregnir hafa borist af því að þýskir Leopard skriðdrekar hafi verið notaðir til árása í gær og hafa Rússar birt drónamyndir sem virðast sýna nokkra slíka skriðdreka sem hafa orðið fyrir skemmdum eða verið grandað í árásum stórskotaliðs.
Nánast allar fregnir af sókn Úkraínumanna koma frá rússneskum herbloggurum og rússneska varnarmálaráðuneytinu, þar sem Úkraínumenn hafa lýst yfir algjöru samskiptabanni. Í umfjöllun rússneskra herbloggara hallar töluvert á Úkraínumenn.
Þessar myndir munu hafa verið teknar nærri Orikhiv í gær. Fyrr í gær var birt mynd á samfélagsmiðlum í Rússlandi sem átti að sýna ónýtan Leopard skriðdreka. Henni hafði verið breytt.
Russian Sources have released Drone Images that reportedly show the Ukrainian Offensive yesterday near the City of Orikhiv in the Zaporizhzhia Region, in the Photos there appears to be at least 2 German-Produced Leopard 2 Tanks alongside a number of APCs including American M113 pic.twitter.com/V5e41pQY9A
— OSINTdefender (@sentdefender) June 8, 2023
Einnig eru bardagar sagðir eiga sér stað nærri Bakhmut í Dónetsk-, þar sem Úkraínumenn eru sagðir hafa náð nokkrum árangri.
Sapórisjía er mikilvægt hérað
Sérfræðingar hafa lengi talið Úkraínumenn líklega til að reyna að sækja til suðurs í Dónetsk og Sapórisjía, með því markmiði að skera á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga.
Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Bæði héruðin eru meðal þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega.
Þó Úkraínumenn virðist hafa lagt meira púður í árásir í Sapórisjía er enn of snemmt að segja að meginþungi árása þeirra verði þar.
Úkraínumenn hafa í vetur byggt upp ný stórfylki, sem eru að mestu skipuð kvaðmönnum búnum vestrænum vopnum og skrið- og bryndrekum. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum.