Benzema lék sinn síðasta leik fyrir Real Madrid um helgina. Skömmu síðar var greint frá því að hann hefði samið við Al-Ittihad. Hann fetar þar með í fótspor fyrrverandi samherja síns hjá Real Madrid, Cristianos Ronaldo, sem leikur með Al Nassr.
Benzema var kynntur sem nýr leikmaður Al-Ittihad í gær við mikla viðhöfn. Sextíu þúsund manns gerðu sér ferð til að berja Frakkann augum.
Benzema fékk Gullboltann í fyrra og mætti með gripinn í athöfnina í gær eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir hér fyrir neðan.
The ballon d'or is brightening up the stadium #Benzema2Ittihad pic.twitter.com/iSFmuPFWNw
— Ittihad Club (@ittihad_en) June 8, 2023
Aðspurður sagðist Benzema ekki hafa ákveðið að ganga í raðir Al-Ittihad peninganna vegna.
„Ég kom því ég er múslimi og þetta er múslimskt land. Ég hef alltaf viljað búa hérna,“ sagði Benzema sem fær samt ágætlega borgað fyrir að spila fyrir Al-Ittihad. Talið er að þriggja ára samningur hans við félagið færi honum 258 milljónir punda.