Laxinn mættur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2023 08:50 Fyrsti laxinn sem gengur í Langá þetta sumarið Langá á Mýrum hefur lengi verið talin mesta síðsumars laxveiðiáin á vesturlandi en síðustu ár hefur þetta verið að breytast. Laxateljarinn er kominn niður í Langá og nýju búnaðurinn frá Vaka er búinn myndavél svo það er hægt að skoða laxana vel sem fara í gegn. Nú eru fyrstu laxarnir farnir í gegnum teljarann við fossinn Skugga og er það gleðiefni. Það er mikið vatn í Langá og fossinn þess vegna ólaxgengur og þá ætti að sjást hver einasti lax sem kemur til með að ganga upp í ána þangað til það sjatnar í henni og laxinn kemst líka upp Skugga. Langá opnar fyrir veiði 19. júní og eftir góðar opnanir í Norðurá og nú síðast í Þverá hljóta þeir sem byrja veiðar í ánni þetta sumarið að vera bjartsýnir en sami hópurinn hefur opnað ána í mörg ár. Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði 16 laxar á land fyrsta daginn í Langá Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Góður gangur í Langá Veiði
Laxateljarinn er kominn niður í Langá og nýju búnaðurinn frá Vaka er búinn myndavél svo það er hægt að skoða laxana vel sem fara í gegn. Nú eru fyrstu laxarnir farnir í gegnum teljarann við fossinn Skugga og er það gleðiefni. Það er mikið vatn í Langá og fossinn þess vegna ólaxgengur og þá ætti að sjást hver einasti lax sem kemur til með að ganga upp í ána þangað til það sjatnar í henni og laxinn kemst líka upp Skugga. Langá opnar fyrir veiði 19. júní og eftir góðar opnanir í Norðurá og nú síðast í Þverá hljóta þeir sem byrja veiðar í ánni þetta sumarið að vera bjartsýnir en sami hópurinn hefur opnað ána í mörg ár.
Stangveiði Borgarbyggð Mest lesið Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Eftir fimm daga hefst veiðin að nýju Veiði 99 á land fyrsta daginn í Vatnamótunum Veiði Mikil fjölgun rjúpna á nokkrum svæðum samkvæmt talningu Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá Veiði 16 laxar á land fyrsta daginn í Langá Veiði SVFR sendi ekki umsögn Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Góður gangur í Langá Veiði