Lús 22-falt yfir norskum mörkum og 44-falt yfir eigin viðmiðum Jón Kaldal skrifar 10. júní 2023 08:01 Í sjókvíum Arnarlax, dótturfélags norska sjókvíaeldisrisans SalMar, hefur undanfarnar fjórar vikur verið 22-sinnum meira af lús á eldislöxunum en móðurfélagið kemst upp með að láta viðgangast í sjókvíum við Noreg. Þetta er grafalvarlegt mál því á vorin ganga seiði villtra laxa til sjávar úr ám en rannsóknir hafa sýnt að ekki þurfa nema örfáar lýs að setjast á gönguseiði til að drepa þau. Ekkert áhættumat hér við land Laxalús fjölgar sér og streymir úr sjókvíunum í margföldu magni þess sem getur skapast við náttúrulegar aðstæður enda mögulegir hýslar fyrir þetta sníkjudýr miklu fleiri í þrengslunum innan netapokanna en í sjónum innan fjarðar. Einmitt af þessum ástæðum byggir eitt helsta áhættumat vegna sjókvíaeldis á stöðlum yfir hversu mikið af lús er að meðaltali á hverjum eldislaxi á hverjum tíma. Það er að segja, þannig er það í Noregi. Hér við land hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að leggja fram slíkt áhættumat né fela eftirlitsstofnunum valdheimildir til framleiðslustýringar þegar sjókvíaeldisfyrirtækin missa tökin á ástandinu í kvíunum. Laxalús étur eldislaxinn lifandi og veldur skelfilegum áverkum, einsog sjá má á þessari mynd sem var tekin af starfsmanni ónefnds sjókvíaeldisfyrirtækis hér á landi. Villtur lax losar sig við lúsina þegar hann gengur í árnar því hún þolir ekki ferskt vatn. Eldislaxinn getur enga björg sér veitt fastur í sjókvíunum.Aðsend Í Noregi er sett vikulegt hámark við 0,2 laxalýs á hvern eldisfisk á göngutíma seiða villtra laxastofna úr ám. Ef lúsin fer yfir þau mörk gera norskar eftirlitsstofnanir kröfu um aðgerðir. Annað hvort skal eitrað fyrir lúsinni eða slátrað upp úr sjókvíunum. Og ef lúsafárið er viðvarandi eru heimildir um framleiðslumagn á viðkomandi svæði skornar niður. Hér við land eru engar slíkar heimildir til staðar. Þess vegna kemst Arnarlax upp með að hafa 22-sinnum meira af lús á eldislaxinum í Arnarfirði en ef fyrirtækið væri með nákvæmlega sömu starfsemi við Noreg. 31 leyfi fyrir eitrunum eða lyfjum Frá því í maí 2017 hefur MAST gefið út 31 staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsasmits í sjókvíaeldi. Nú síðast fyrir nokkrum dögum á einu svæði í Patreksfirði og tveimur í Arnarfirði. Af þessum 31 lyfja- eða eitrunarleyfum hafa fimmtán verið gefin út fyrir Arnarfjörð. Við þetta ástand myndu stjórnvöld í Noregi skoða hvort ekki væri ástæða til að lækka magn af eldislaxi sem haft er í sjókvíum í firðinum. Íslensk stjórnvöld eru hins vegar á þveröfugri leið og hafa auglýst áform um að tvöfalda það magn af eldislaxi sem hingað til hefur verið alið í Arnarfirði, úr 10.000 tonnum í 20.000 tonn. Þegar því magni verður náð má gera ráð fyrir að fjöldi eldislaxa verði tíu til tólf milljónir alls í Arnarfirði. Til að setja þá tölu í samhengi telur gjörvallur íslenski villti laxastofninn um sextíu þúsund fiska. Miðað við reynslu undangenginna ár mun þessi gríðarlegi fjöldi leiða enn meiri hörmungar yfir eldislaxana og villta laxfiska í firðinum (villtan lax, sjóbirting og sjóbleikju). Norskur sjóbirtingur þakinn laxalús úr sjókvíum. Vöktun á lús og möguleg viðbrögð eftirlitsstofnana eru mun strangari í Noregi en hér. Meira en helmingur sjóbirtings við strendur Vestur-Noregs eru svo illa haldinn af lúsasmiti sem berst úr sjókvíum með eldislaxi, að tilveru þeirra er ógnað. Þetta kemur fram í vöktun norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar. Dæmi er um sjóbirting með yfir 100 laxalýs. Dagar þeirra fiska eru nánast örugglega taldir.Aðsend 44-falt yfir eigin viðmiðum Í matsáætlun Arnarlax, sem lögð var fram til Skipulagsstofnunar í vor, vegna áforma um aukið eldi í Arnarfirði kemur þetta fram: „Við lúsatalningar og vöktun á lúsasmiti í sjókvíum er notast við leiðbeiningar Matvælastofnunar og kröfur staðals Aquaculture Stewardship Council (ASC) vegna laxalúsar hafðar til hliðsjónar. Á þeim tíma árs sem sjávarhiti er yfir 4°C er lús talin á eldisfiski á 14 daga fresti en með viku millibili á þeim tíma sem seiði laxfiska ganga til sjávar („sensitive period“). Göngutíminn er skilgreindur sem tímabilið vika 14 til 22 (apríl/maí). Viðmið ASC staðalsins gerir ráð fyrir að á göngutíma seiða laxfiska til sjávar sé ekki meira en 0,1 kynþroska kvenlús á hvern eldisfisk að meðaltali.“ Þetta hljómar einsog tekið sé fast og af ábyrgð á málum hjá Arnarlaxi. Lús hefur aftur á móti verið yfir þessum mörkum ASC staðalsins á hverju einasta vori frá því að opinber skráning á Mælaborði fiskeldis hófst árið 2020. Í nýjustu skýrslum á vefsvæði Arnarlax kemur fram að við lúsatalningar í vor hefur lús verið yfir þessum mörkum á öllum svæðum í Arnarfirði, hæst í sjókvíum þar sem meðalfjöldi fullorðinna lúsa var 4,4 á hverjum eldislaxi, en það er 44-falt hærri en viðmið ASC staðalsins sem Arnarlax segist styðjast við. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta á ekki að vera svona. Til að breyta þessu þurfa stjórnvöld hins vegar að setja lög- og reglugerðir þar sem velferð eldisdýranna, vernd umhverfis og lífríkis eru í öndvegi fremur en hagsmunir og hagnaður fyrirtækjanna. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í sjókvíum Arnarlax, dótturfélags norska sjókvíaeldisrisans SalMar, hefur undanfarnar fjórar vikur verið 22-sinnum meira af lús á eldislöxunum en móðurfélagið kemst upp með að láta viðgangast í sjókvíum við Noreg. Þetta er grafalvarlegt mál því á vorin ganga seiði villtra laxa til sjávar úr ám en rannsóknir hafa sýnt að ekki þurfa nema örfáar lýs að setjast á gönguseiði til að drepa þau. Ekkert áhættumat hér við land Laxalús fjölgar sér og streymir úr sjókvíunum í margföldu magni þess sem getur skapast við náttúrulegar aðstæður enda mögulegir hýslar fyrir þetta sníkjudýr miklu fleiri í þrengslunum innan netapokanna en í sjónum innan fjarðar. Einmitt af þessum ástæðum byggir eitt helsta áhættumat vegna sjókvíaeldis á stöðlum yfir hversu mikið af lús er að meðaltali á hverjum eldislaxi á hverjum tíma. Það er að segja, þannig er það í Noregi. Hér við land hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að leggja fram slíkt áhættumat né fela eftirlitsstofnunum valdheimildir til framleiðslustýringar þegar sjókvíaeldisfyrirtækin missa tökin á ástandinu í kvíunum. Laxalús étur eldislaxinn lifandi og veldur skelfilegum áverkum, einsog sjá má á þessari mynd sem var tekin af starfsmanni ónefnds sjókvíaeldisfyrirtækis hér á landi. Villtur lax losar sig við lúsina þegar hann gengur í árnar því hún þolir ekki ferskt vatn. Eldislaxinn getur enga björg sér veitt fastur í sjókvíunum.Aðsend Í Noregi er sett vikulegt hámark við 0,2 laxalýs á hvern eldisfisk á göngutíma seiða villtra laxastofna úr ám. Ef lúsin fer yfir þau mörk gera norskar eftirlitsstofnanir kröfu um aðgerðir. Annað hvort skal eitrað fyrir lúsinni eða slátrað upp úr sjókvíunum. Og ef lúsafárið er viðvarandi eru heimildir um framleiðslumagn á viðkomandi svæði skornar niður. Hér við land eru engar slíkar heimildir til staðar. Þess vegna kemst Arnarlax upp með að hafa 22-sinnum meira af lús á eldislaxinum í Arnarfirði en ef fyrirtækið væri með nákvæmlega sömu starfsemi við Noreg. 31 leyfi fyrir eitrunum eða lyfjum Frá því í maí 2017 hefur MAST gefið út 31 staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsasmits í sjókvíaeldi. Nú síðast fyrir nokkrum dögum á einu svæði í Patreksfirði og tveimur í Arnarfirði. Af þessum 31 lyfja- eða eitrunarleyfum hafa fimmtán verið gefin út fyrir Arnarfjörð. Við þetta ástand myndu stjórnvöld í Noregi skoða hvort ekki væri ástæða til að lækka magn af eldislaxi sem haft er í sjókvíum í firðinum. Íslensk stjórnvöld eru hins vegar á þveröfugri leið og hafa auglýst áform um að tvöfalda það magn af eldislaxi sem hingað til hefur verið alið í Arnarfirði, úr 10.000 tonnum í 20.000 tonn. Þegar því magni verður náð má gera ráð fyrir að fjöldi eldislaxa verði tíu til tólf milljónir alls í Arnarfirði. Til að setja þá tölu í samhengi telur gjörvallur íslenski villti laxastofninn um sextíu þúsund fiska. Miðað við reynslu undangenginna ár mun þessi gríðarlegi fjöldi leiða enn meiri hörmungar yfir eldislaxana og villta laxfiska í firðinum (villtan lax, sjóbirting og sjóbleikju). Norskur sjóbirtingur þakinn laxalús úr sjókvíum. Vöktun á lús og möguleg viðbrögð eftirlitsstofnana eru mun strangari í Noregi en hér. Meira en helmingur sjóbirtings við strendur Vestur-Noregs eru svo illa haldinn af lúsasmiti sem berst úr sjókvíum með eldislaxi, að tilveru þeirra er ógnað. Þetta kemur fram í vöktun norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar. Dæmi er um sjóbirting með yfir 100 laxalýs. Dagar þeirra fiska eru nánast örugglega taldir.Aðsend 44-falt yfir eigin viðmiðum Í matsáætlun Arnarlax, sem lögð var fram til Skipulagsstofnunar í vor, vegna áforma um aukið eldi í Arnarfirði kemur þetta fram: „Við lúsatalningar og vöktun á lúsasmiti í sjókvíum er notast við leiðbeiningar Matvælastofnunar og kröfur staðals Aquaculture Stewardship Council (ASC) vegna laxalúsar hafðar til hliðsjónar. Á þeim tíma árs sem sjávarhiti er yfir 4°C er lús talin á eldisfiski á 14 daga fresti en með viku millibili á þeim tíma sem seiði laxfiska ganga til sjávar („sensitive period“). Göngutíminn er skilgreindur sem tímabilið vika 14 til 22 (apríl/maí). Viðmið ASC staðalsins gerir ráð fyrir að á göngutíma seiða laxfiska til sjávar sé ekki meira en 0,1 kynþroska kvenlús á hvern eldisfisk að meðaltali.“ Þetta hljómar einsog tekið sé fast og af ábyrgð á málum hjá Arnarlaxi. Lús hefur aftur á móti verið yfir þessum mörkum ASC staðalsins á hverju einasta vori frá því að opinber skráning á Mælaborði fiskeldis hófst árið 2020. Í nýjustu skýrslum á vefsvæði Arnarlax kemur fram að við lúsatalningar í vor hefur lús verið yfir þessum mörkum á öllum svæðum í Arnarfirði, hæst í sjókvíum þar sem meðalfjöldi fullorðinna lúsa var 4,4 á hverjum eldislaxi, en það er 44-falt hærri en viðmið ASC staðalsins sem Arnarlax segist styðjast við. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta á ekki að vera svona. Til að breyta þessu þurfa stjórnvöld hins vegar að setja lög- og reglugerðir þar sem velferð eldisdýranna, vernd umhverfis og lífríkis eru í öndvegi fremur en hagsmunir og hagnaður fyrirtækjanna. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun