Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 14:51 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti í dag Henri, sem stendur beint á móti forsetanum, og hefur verið hylltur sem hetja. Á hægri hönd hans er svo Youssouf, sem særðist lítillega en hann reyndi að stöðva árásarmanninn. AP/Denis Balibouse Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“. Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy. Frakkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy.
Frakkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira