Man City og Inter mætast á Ólympíuvellinum í Ataturk í Tyrklandi. Englandsmeistararnir hafa þegar unnið bæði deild og bikar heima fyrir, þeir geta því orðið aðeins annað enska lið sögunnar til að vinna þrennuna. Eina liðið sem hefur tekist það í sögunni er Manchester United sem afrekaði það árið 1999.
Það er því við hæfi að Sheikh Mansour mæti á völlinn en það hefur hann ekki gert síðan hann mætti á 3-0 sigur Man City á Liverpool árið 2010, fyrir 13 árum síðan. Hér að neðan má sjá lið Man City í þeim leik en vægast sagt mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.
This was the last competitive game Sheikh Mansour attended before tonight: Hart, Richards, Lescott, Kolo Toure and, erm, Adam Johnson in the #MCFC line-up. Milan Jovanovic on the wing for #LFC https://t.co/5EctzAbu4C pic.twitter.com/a3ILo1MUhF
— Oliver Kay (@OliverKay) June 10, 2023
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00.