Pep vann þrennuna með Barcelona á sínu fyrstu tímabili sem þjálfari liðsins. Komst hann þá í fámennan hóp þjálfara sem höfðu unnið þrennu en enginn þjálfari í sögunni hafði unnið þrennuna tvisvar. Það er þangað til í kvöld.
Sigurinn í kvöld þýðir að Pep Guardiola hefur nú unnið þrennuna tvívegis. Hann er sá eini í sögunni sem hefur afrekað það.
Pep Guardiola is the first manager in European football history to complete the treble TWICE.
— Squawka (@Squawka) June 10, 2023
Barcelona (2008/09)
LaLiga
Copa del Rey
UCL
Man City (2022/23)
Premier League
FA Cup
UCL
The Double Treble pic.twitter.com/98H60CDbaV
Alls hefur Guardiola nú unnið 33 stóra titla á ferli sínum.
