Denver Nuggets eru einum sigri frá NBA-meistaratitlinum eftir góðan sigur í fjórða leik liðanna á aðfaranótt laugardags. Líkt og vani er í svo stórum leikjum í NBA-deildinni þá eru ýmis skemmtiatriði milli leikhluta og í auglýsingahléum. Eitt slíkt innihélt McGregor og Burnie, lukkudýr Miami.
Atriðið virtist vera í þá átt að lukkudýrið vék sér upp að McGregor með boxhanska og vildi slást við þennan margrómaða UFC-bardagakappa. McGregor slær Burnie hins vegar í gólfið og lætur höggin dynja áður en lukkudýrið er dregið út af vellinum.
pic.twitter.com/i1QsUSm6Nr https://t.co/VdKH9BcKeS
— Ballislife.com (@Ballislife) June 10, 2023
Conor McGregor knocked out the Miami Heat mascot pic.twitter.com/86RutVZ9d9
— Complex Sports (@ComplexSports) June 10, 2023
Hvort ofbeldi sé fyndið og slíkt atriði sé við hæfi á leik sem þessum verður ósagt látið en það virðist eitthvað hafa farið úr böndunum þar sem sá sem leikur Burnie endaði upp á bráðamóttöku. Fékk hann verkjalyf við sársaukanum en samkvæmt fréttum líður honum betur.
Nuggets getur unnið sinn fyrsta NBA-meistaratitil með sigri á Miami Heat í fimmta leik liðanna á aðfaranótt þriðjudags. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst á miðnætti en leikurinn sjálfur 00.30.