Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 22:45 Þessir tveir áttu frábært tímabil. Samsett/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira