UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Þessir áhorfendur virðast hafa skemmt sér vel en það átti ekki við um alla. Brendan Moran/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti