Til bjargar hitaveitum landsins Sveinn Áki Sverrisson skrifar 12. júní 2023 08:01 Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Orkumálaráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson á hrós skilið fyrir að kalla eftir ástandsskýrslu fyrir hitaveitur landsins. Við lestur skýrslu er það ljóst að staðan er alvarleg. Ég bý í Hafnarfirði og Veitur er mitt veitufyrirtæki. Veitan er sjálfbær en eftirspurn er mikil og ágeng. Ég hef áhyggjur af þessu. Eftir að hafa unnið við orkumál bygginga í 40 ár fór ég að hugsa hvað væri hægt að gera. Ég fann það sem Samorka og hitaveitufólk er að boða: hita húsin með gólfhita til að spara orku minnka pottaferðir fara í sturtu í stað þess að fara í bað hætta að hita gangstéttar á sumrin menn kvarta undan að bætt einangrun húsa hafi ekki skilað neinu tæknivæðing hafi ekki dregið úr notkun fleiri fermetrar á bakvið hvern íbúa Ég held að það liggi ekki mikil rannsóknarvinna til grundvallar þessum tillögum frá Samorku. Eru hús með baðkari eða pottum með hærra rennsli. Hverjir eru að hita gangstéttar á sumrin? Breytingar á einangrun húsa hefur ekki verið að neinu marki síðan 1984 og eru þær löngu komnar fram. Eina breyting sem gerð hefur verið á kerfum er lækkun á heita neysluvatnsins í nýbyggingum með því að setja upp varmaskipti. Það var árið 2007. Tæknivæðing liggur mest í stjórnun gólfhita. Áður en við byrjum að breyta hönnun og atferli fólksins sem er alltaf erfitt þá skulum við líta til baka. Áður en hitakerfi er afhent EIGANDA til reksturs þarf að ljúka verkinu með jafnvægisstillingu. Ef þessum verkþætti er sleppt þá vinnur kerfið ekki með hámars nýtni, ofnlokar eru ekki að vinna á besta vinnslusviði. Suð í ofnum og bakrás skilar frekar heitu vatni til baka. Kerfið notar >15% meiri orku (vatn). Þarna er komið verkfæri til að auka afköst dreifikerfis hitaveitu. Ég get fullyrt það að í öll þessi ár sem ég starfaði við lagnahönnun þá get ég talið á fingrum annarrar handar þá pípulagnameistara sem kunnu og gengi í það að jafnvægisstilla hitakerfi. Í Evrópu er sama vandamál að koma upp (markaðs brestur). 80% hitakerfa í Þýskalandi hafa ekki verið jafnvægisstillt. Hugsum okkur að við jafnvægistillum hitakerfi í opinberri stofnun sem er t.d. 10.000m2. Það gefur 3.300 m3 í aðra hönd fyrir ríkið og kannski minnkum við rennslistopp um 0,3l/s sem er 50kW eða 4-5 einbýlishús. Ef við jafnvægisstillum 5-6 einbýli þá gefum við pláss fyrir eitt einbýlishús. Það verður spennandi að sjá hvernig landið liggur þegar Veitur hafa tengt alla snjallmæla við eftirlitshugbúnað. Þá geta Veitur séð hvar hitakerfi hafa slaka nýtingu og látið húseiganda vita og boðið honum 5% afslátt af næstu 6 reikningum ef hann fær fagmann til að JAFNVÆGISSTILLA HITAKERFIÐ. Prófið að skrúfa hitanemann á ofnlokunum (Danfoss ofnlokum) af. Ef ofninn sjóðhitnar alveg niður, þá hefur píparinn ekki klárað verkið og þú er að borga of háan hitareikning. Byrjum á réttum enda – spyrjum píparann um stilliskýrslu fyrir jafnvægisstillingu! Höfundur er véltæknifræðingur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar