Aukið afhendingaröryggi og ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar Anna Sigga Lúðvíksdóttir skrifar 12. júní 2023 13:30 Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Holtavörðuheiðarlína 3, línan sem liggja mun frá Blöndu að Holtavörðuheiði, er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu byggðalínunnar og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu. Fyrirhugað er að byggja nýtt 220 kV tengivirki á Holtavörðuheiði. Ekki er búið að ákveða línuleiðina en valkostir eru settir fram í matsáætlun sem nú er í kynningu hjá Skipulagsstofnun og er kynningarfrestur til 14. júlí. Meginmarkmið með byggingu línunnar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum, atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða. Nú þegar höfum við hjá Landsneti tekið í notkun tvær línur sem tilheyra nýrri kynslóð, þ.e. Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3. Ásamt þeim eru tvær aðrar í undirbúningi, Blöndulína 3 og Holtavörðuheiðarlína 1. Með línunum sem þegar eru komnar í rekstur og þeim sem eru í undirbúningi verður til afkastamikil 220 kV tenging frá Austurlandi, norður fyrir og að Suðurlandi og út á Suðurnes. Mun sú tenging auka afhendingargetu á landsvísu, bæta nýtingu núverandi virkjana og vatnasvæða og skapa þannig tækifæri á atvinnuuppbyggingu og innleiðingu orkuskipta um landið allt. Margir valkostir í umhverfismat Matsáætlun fyrir umhverfismat línunnar fjallar um það hvernig á að standa að umhverfismatinu og greinir frá öllum valkostum sem verða rannsakaðir og í framhaldinu bornir saman m.t.t. umhverfisáhrifa. Þrír megin valkostir eru lagðir til í matsáætlun ásamt minniháttar útfærslum hvers þeirra. Einn valkosturinn fer meðfram núverandi línuleið byggðalínunnar, frá Hrútafirði, að Laxárvatni og þaðan að Blönduvirkjun, en sá valkostur fer frá fyrirhuguðu nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Tveir valkostir eru þvert yfir heiðarnar á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu. Í sumar munu því á svæðinu fara fram viðamestu rannsóknir sem Landsnet hefur lagt í hingað til. Kílómetrarnir sem þarf að fara um til rannsókna eru margir, eða um 330 km talsins, og er stór hluti af svæðinu torfær. Rannsaka þarf umhverfisþætti eins og gróðurfar, vatnalíf og fugla. Einnig verða gerðar rannsóknir á fornleifum og gerðar greiningar á landbúnaði, landslagi, víðernum og ferðaþjónustu. Hægt er sjá valkostina sem um ræðir á kortasjá verkefnis á www.landsnet.is . Verkefnið heitir „Holtavörðuheiði-Blanda“. Samtal og kynningafundir Við hjá Landsneti höfum átt í góðu samtali við hagaðila á svæðinu í vetur; sveitarfélögin, landeigendur og verkefnaráð línunnar. Verkefnaráð er samansett af hagaðilum af svæðinu eins og veiðifélögum, afréttarfélögun, samtökum sveitarfélaga, atvinnusamtökum, ferðaþjónustufyrirtækjum, fræðasamfélaginu o.fl. Kynningarfundir á verkefninu hafa verið haldnir ásamt vinnustofum um valkosti. Margar góðar hugmyndir komu fram á vinnustofunum og gagnlegar umræður. Að vinnustofum loknum voru allar hugmyndir um mögulega valkosti sem komu fram teknar saman og helstu áskoranir og ávinningur þeirra greindar. Við þessa valkostagreiningu lögðum við til grundvallar viðmið og byggt á þeim voru valkostunum gefnar einkunnir. Að því loknu fékkst niðurstaða um það hvaða línuleiðavalkostir ætlunin er að meta í umhverfismati. Nánar má kynna sér þróun og hvernig komist var að niðurstöðu um valkosti í matsáætluninni og á heimasíðu Landsnets. Niðurstöður valkostagreiningar voru kynntar í mars á opnum fundi á Laugarbakka og Blönduósi. Mikil bót fyrir nærsamfélagið Með þessari nýju tengingu munu skapast mikil tækifæri fyrir íbúa á áhrifasvæði línunnar, aukið framboð af raforku fyrir orkuskipti ásamt tækifæri til að byggja upp nýja atvinnustarfsemi. Núverandi línur munu standa áfram og fá þá nýtt hlutverk sem svæðisbundið flutningskerfi. Það gerir það að verkum að afhendingargeta raforku á svæðinu frá Hrútatungu að Blönduósi mun aukast mikið frá því sem nú er en í núverandi kerfi er ekki mögulegt að bæta við raforkunotkun sem neinu nemur. Við hjá Landsneti þökkum öllum sem hafa tekið þátt í samtalinu, hlökkum til frekara samtals og viljum hvetja öll sem láta sig þetta mikilvæga verkefni varða til að mæta á kynningarfundi, senda inn umsagnir við matsáætlun og skrá sig á póstlista verkefnis. Höfundur er verkefnastjóri undirbúnings fjárfestingaverka.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun