Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2023 13:13 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Hann talaði manna mest. Vísir/Vilhelm Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, varði samtals um 32 klukkustundum í ræðuhöld á Alþingi og hélt 293 ræður á nýafstöðnu þingi. Þessi samantekt eftir þingveturinn virtist koma honum eilítið á óvart. „Oh, þetta er nú ekki sjálfstætt markmið hjá mér, þetta bara einhvern veginn gerist. Fólk sem þekkir mig dagsdaglega myndi ekki giska á að ég myndi enda sem ræðukóngur. Ég er ekki þekktur fyrir að tala endilega neitt rosalega mikið,“ sagði Björn Leví sem svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri frekar hlédrægur þegar hann væri ekki á Alþingi. Þingmenn Pírata verma efstu fjögur sætin á lista yfir þá þingmenn sem vörðu mestum tíma í ræðuhöld á Alþingi en lengsta umræðan var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra en hún stóð samtals í rúmar 103 klukkustundir og voru þingmenn Pírata þar fremstir í flokki. „Óháð útlendingafrumvarpinu sem skýrir af hverju Píratarnir voru þarna frekar ofarlega þá er þetta svona, ég er ágætlega þekktur fyrir að segja eitthvað ef eitthvað bull er í gangi, þá hef ég mikinn áhuga á að benda á slíkt og með þessa blessuðu ríkisstjórn þá er bara svo mikið sem þarf að benda á að sé ekki alveg í lagi.“ Óhóflegt meirihlutavald liður í lýðræðisþynningu Aðeins eitt frumvarp frá stjórnarandstöðunni var samþykkt á liðnum þingvetri en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar var framsögumaður frumvarps um að banna svokallaðar bælingarmeðferðir. Samþykkt þingmannamál meirihlutans voru þá síst mörg, annars vegar þingsályktunartillaga Diljár Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hungursneyð í Úkraínu og hins vegar mál forseta Alþingis um ríkisendurskoðanda. Björn Leví segir óhóflegt meirihlutavald vera lið í lýðræðisþynningu. „Mér finnst það frekar óþægilegt einkenni alþingis. Þetta er meirihlutavaldið í hnotskurn eins og það er stundað. Það er hægt að gera þetta öðruvísi en einhvern veginn gefur meirihlutinn sér ekki tíma til að kynna sér þingmannamál stjórnarandstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37 Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. 10. júní 2023 13:37
Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. 9. júní 2023 13:30