Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2023 22:32 Ólafur Eggertsson bóndi í beinni útsendingu Stöðvar 2 af nýhirtu túni á Þorvaldseyri í kvöld. Votheysturnarnir í baksýn. Einar Árnason Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá nýslegnu og nýhirtu túni á bænum Þorvaldseyri og rætt við Ólafs Eggertsson bónda. „Það er í góðu lagi,“ svaraði hann athugasemd um að þeir hefðu verið nokkrum dögum á eftir bændum í Eyjafirði að hefja heyskap. „Við ákveðum að hefja slátt þegar grösin eru fulltilbúin. Og það er einmitt núna um þetta leyti sem þau eru bara í hæstu gæðum,“ segir Ólafur. Ólafur á traktornum að slá í dag.Einar Árnason Bændur á Þorvaldseyri hafa oft byrjað fyrr. „En vorið núna búið að vera kalt og rigningarsamt og það hefur náttúrlega tafið fyrir sprettu. En nú er jörðin með nægan raka og grasið bara þýtur upp núna þegar sólin kemur og hlýnar. Þá er þetta bara að vaða upp. Og við þurfum að vera svolítið snöggir að taka þetta þegar best gefur.“ Hann segir að gæði fóðursins eigi núna að vera í toppi og næstu dagar skipti sköpum. „Og það fellur mjög fljótt ef grasið fer að spretta úr sér. Þessvegna erum við bara mjög heppin að fá núna þurrk og sól og geta bara tekið núna í nokkra daga bara megnið af heyskapnum.“ Nýslegið grasið fer beint af túnunum upp í votheysturna.Einar Árnason Fyrri hluta dags heyjuðu þeir í rúllur, voru að rúllubinda, en síðdegis hirtu þeir nýslegið grasið beint af túnunum og settu í votheysturna. Ólafur segir að sú aðferð sé aldeilis ekki úrelt á Þorvaldseyri. „Þessi aðferð er búin að vera hérna í yfir fimmtíu ár. Við notum þetta sem fyrsta heyskap. Þetta eru bestu gæðin, besta geymslan, sparar plast. Hver turn tekur svona um þrjúhundruð rúllur, ef það væri. Þetta er mikill sparnaður á plasti og við erum með heyið komið inn í turn þegar búið er að hirða. Það fer svo sjálfvirkt inn á fóðurgang í vetur þegar við förum að gefa,“ segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Þorvaldseyri: Landbúnaður Rangárþing eystra Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. 23. ágúst 2019 22:40 Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent beint út frá nýslegnu og nýhirtu túni á bænum Þorvaldseyri og rætt við Ólafs Eggertsson bónda. „Það er í góðu lagi,“ svaraði hann athugasemd um að þeir hefðu verið nokkrum dögum á eftir bændum í Eyjafirði að hefja heyskap. „Við ákveðum að hefja slátt þegar grösin eru fulltilbúin. Og það er einmitt núna um þetta leyti sem þau eru bara í hæstu gæðum,“ segir Ólafur. Ólafur á traktornum að slá í dag.Einar Árnason Bændur á Þorvaldseyri hafa oft byrjað fyrr. „En vorið núna búið að vera kalt og rigningarsamt og það hefur náttúrlega tafið fyrir sprettu. En nú er jörðin með nægan raka og grasið bara þýtur upp núna þegar sólin kemur og hlýnar. Þá er þetta bara að vaða upp. Og við þurfum að vera svolítið snöggir að taka þetta þegar best gefur.“ Hann segir að gæði fóðursins eigi núna að vera í toppi og næstu dagar skipti sköpum. „Og það fellur mjög fljótt ef grasið fer að spretta úr sér. Þessvegna erum við bara mjög heppin að fá núna þurrk og sól og geta bara tekið núna í nokkra daga bara megnið af heyskapnum.“ Nýslegið grasið fer beint af túnunum upp í votheysturna.Einar Árnason Fyrri hluta dags heyjuðu þeir í rúllur, voru að rúllubinda, en síðdegis hirtu þeir nýslegið grasið beint af túnunum og settu í votheysturna. Ólafur segir að sú aðferð sé aldeilis ekki úrelt á Þorvaldseyri. „Þessi aðferð er búin að vera hérna í yfir fimmtíu ár. Við notum þetta sem fyrsta heyskap. Þetta eru bestu gæðin, besta geymslan, sparar plast. Hver turn tekur svona um þrjúhundruð rúllur, ef það væri. Þetta er mikill sparnaður á plasti og við erum með heyið komið inn í turn þegar búið er að hirða. Það fer svo sjálfvirkt inn á fóðurgang í vetur þegar við förum að gefa,“ segir Ólafur Eggertsson. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Þorvaldseyri:
Landbúnaður Rangárþing eystra Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. 23. ágúst 2019 22:40 Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00 Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45 Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08
Hefja kornskurð óvenju snemma undir Eyjafjöllum eftir frábært hlýindasumar Kornuppskera stefnir í að verða óvenju góð sunnanlands í ár en kornskurður hófst í dag á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, tveimur til þremur vikum fyrr en venjulega. 23. ágúst 2019 22:40
Næstu tíu dagar ráða miklu um heyskapinn Bóndinn á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum segir að næstu tíu dagar ráði miklu um hvernig úr rætist með heyskap í sveitinni. 16. júní 2018 23:00
Kornrækt til brauð- og ölgerðar eykst með nýrri þurrkunarstöð Sérhæfð kornþurrkunarstöð á Þorvaldseyri eykur matvælaöryggi í kornbúskap. 1. september 2016 19:45
Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. 11. nóvember 2010 18:51