Um hinar líkamsárásirnar tvær segir eingöngu að þær hafi átt sér stað í umdæminu Grafarvogur/Árbær/Mosfellsbær og að þær séu í rannsókn.
Í miðbænum var maður sakaður um að hafa í hótunum og lagði lögregla hald á hníf. Þá var maður vistaður í fangageymslu vegna heimilisofbeldis og þjófnaðarmáls. Einn annar var vistaður í fangageymslu vegna þjófnaðar.
Að minnsta kosti sex ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þá reyndust tveir ökumenn án ökuréttinda.